spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn atkvæðamikill í fyrsta leik undanúrslita

Kristinn atkvæðamikill í fyrsta leik undanúrslita

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap í kvöld í fyrsta leik undanúrslita hollenska hluta BNXT deildarinnar gegn ZZ Leiden, 93-99.

Á 40 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 16 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sig í úrslitin, en næsta viðureign liðanna er komandi föstudag 12. maí.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -