Poweradebikarúrslitin í karla- og kvennaflokki fara fram næstkomandi laugardag. Nú er ljóst hvaða dómarar munu verða að störfum í úrslitaleikjunum. Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson munu dæma úrslitaleik kvenna þar sem Pétur Hrafn Sigurðsson verður eftirlitsmaður. Í karlaflokki dæma þeir Leifur Garðarsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson, Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlits maður.
Bikarúrslitaleikur kvenna kl. 13:30 – 21. febrúar
Grindavík – Keflavík
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson
Sigmundur hefur áður dæmt fjóra bikarúrslitaleiki kvenna og alls átta bikarúrslitaleiki karla en þetta verður hans þrettánda ferð í Höllina. Björgvin hefur dæmt fimm bikarúrslitaleiki kvenna og þrjá bikarúrslitaleiki karla og því í sinni níundu ferð í Höllina.
Bikarúrslitaleikur karla kl. 16:00 – 21. febrúar
Stjarnan – KR
Dómarar: Leifur Garðarsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson
Leifur er að dæma sinn tíunda bikarúrslitaleik í ár. Hann hefur dæmt sex bikarúrslitaleiki karla og þrjá bikarúrslitaleiki kvenna. Kristinn Óskarsson er að dæma sinn tíunda bikarúrslitaleik í karlaflokki en hann hefur einnig dæmt fjóra bikarúrslitaleiki kvenna og er að mæta í Höllina í fjórtánda sinn. Jón Guðmundsson er að mæta í fjórða sinn í Höllina með tvo bikarúrslitaleiki karla á bakinu og einn í kvennaflokki.



