spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKristín Rós til liðs við ÍR

Kristín Rós til liðs við ÍR

Kristín Rós Sigurðardóttir hefur samið við lið ÍR um að leika með því í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. Kristín kemur frá liði Breiðabliks þar sem hún er uppalin. 

 

Kristín er 19 ára bakvörður sem er þessa dagana með U20 landsliði kvenna á Evrópumóti útí Rúmeníu. Hún lék 24 leiki með Breiðablik í Dominos deildinni í fyrra en var á vennslasamning hjá ÍR seinni hluta síðasta tímabils. 

 

Leikmaðurinn var með 3,1 stig og 2,4 fráköst á nærri 15 mínútum með ÍR á síðustu leiktíð. Kristín styrkir lið ÍR því gríðarlega fyrir komandi leiktíð í 1. deild kvenna þar sem átta lið eru skráð til leiks. 

 

 

Fréttaritari Karfan.is ræddi við Kristínu um félagaskiptin eftir leik dagsins hjá U20 og má sjá það hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -