spot_img
HomeFréttirKristen Green með slitin liðbönd

Kristen Green með slitin liðbönd

Á heimasíðu Snæfells er greint frá því í gær að Kristen Green leikmaður kvennaliðs félagsins sé á förum frá þeim. Komið hefur í ljós í meiðslum hennar á ökkla að hún er með slitin liðbönd og verður ekki leikfær fyrir en í fyrsta lagi eftir 1. febrúar 2010 eða seinna. Þetta er mikill missir fyrir Snæfellsstúlkurnar og þeirra önnur blóðtaka eftir að Berglind Gunnarsdóttir sleit krossband.
 
Nánari leikmannamál hjá kvennaliði Snæfells eru í skoðun og verða teknar ákvaraðanir í þeim efnum með jólasteikinni. Næsti leikur Snæfellsstúlkna og jafnframt síðasti á þessu ári er útileikur á móti Grindavík miðvikudaginn 16. desember kl 19:15 en það mun verða kveðjuleikur Kristen Green sem verður á bekknum til að styðja stúlkurnar.
 
Símon Hjaltalín
 
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson
 
Fréttir
- Auglýsing -