spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKraftröðun fyrir Bónus deild karla - Stjarnan sterkasta liðið þessa dagana

Kraftröðun fyrir Bónus deild karla – Stjarnan sterkasta liðið þessa dagana

Sjötti maðurinn kom saman á dögunum og ræddi málefni Bónus- og fyrstu deildar karla.

Rætt var um liðna umferð í Bónus deild karla og þá var einnig nokkuð rætt um stöðuna í fyrstu deild karla.

Hérna er þátturinn á Spotify 

Sjötti maðurinn stillir upp kraftröðun fyrir Bónus deild karla þar sem styrkur liðanna er metinn frá fyrsta sæti niður í það tólfta. Efstir eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem unnið hafa átta leiki í röð. Næstir eru Tindastóll og í þriðja sætinu er Valur.

Leita þarf niður í sjötta sætið til þess að finna efsta lið deildarinnar, Grindavík, en þrátt fyrir að vera nokkuð þægilega í efsta sætinu hefur gengi þeirra síðustu vikur ekki verið upp á marga fiska, vissulega verið að vinna leiki, en leikur þeirra ekki talinn nógu góður.

Kraftröðun Bónus deild karla janúar 2026

  1. Stjarnan
  2. Tindastóll
  3. Valur
  4. Keflavík
  5. KR
  6. Grindavík
  7. Álftanes
  8. ÍR
  9. Ármann
  10. Þór
  11. Njarðvík
  12. ÍA
Fréttir
- Auglýsing -