Tveim leikjum er nú lokið í Dominos deild karla og þrem í 1. deild karla. Í Dominos deildinni voru tveir nágrannaslagir, annars vegar í Reykjavík og hinsvegar í Stykkishólmi þar sem Borgnesingar voru í heimsókn.
KR hafði öruggan sigur á ÍR með frábærum seinni hálfleik. Leikur Snæfels og Skallagríms var framlengdur þar sem Sigtryggur Arnar tryggði Borgnesingum framlengingu undir lok leiksins.
@kjartansson4 shit……
— Hermann Hauksson (@HemmiHauks) November 17, 2016
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla
ÍR-KR 78-94 (23-15, 25-31, 12-24, 18-24)
ÍR: Matthew Hunter 19/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12, Hjalti Friðriksson 12/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Daði Berg Grétarsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Trausti Eiríksson 0, Dovydas Strasunskas 0, Kristinn Marinósson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0.
KR: Darri Hilmarsson 22/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Sigurður Á. Þorvaldsson 18/10 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 17/9 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 13, Pavel Ermolinskij 3/8 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 2, Benedikt Lárusson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Arnór Hermannsson 0.
Snæfell 93-93 Skallagrímur
1. deild karla
ÍA 71-72 Fjölnir
Höttur 90-87 Breiðablik
Hamar 85-75 FSu



