19:15
{mosimage}
KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir að hafa tapað fyrir Banvit BC í seinni leik liðanna.
Banvit BC náðu frumkvæðinu í byrjun leiks og leiddu í hálfleik með 13 stigum, 47-34. KR-ingar náðu að halda í við Tyrkina en náðu þó ekki að vinna muninn upp. Banvit BC hélt þægilegu forskoti allan leikinn og uppskáru sigur 95-83.
Joshua Helm var stigahæstur KR-inga með 22 stig en hann tók einnig 10 fráköst í leiknum. Andrew Adeleke reyndist KR-ingum erfiður en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast í leiknum.
KR-ingar eru þar með fallnir úr keppni þetta árið en það er ljóst að þeir eru reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri.Á heimasíðu KR má lesa textalýsingu á leiknum.
Mynd: [email protected]



