spot_img
HomeFréttirKR unnu Snæfell í hörkuleik (Umfjöllun)

KR unnu Snæfell í hörkuleik (Umfjöllun)

11:03
{mosimage}

(Justin Shouse og Avi Fogel í leiknum í gær) 

Snæfellingar hafa verið að bíta í sig baráttu og betri varnarleik og hafa nýlega tvö af sterkustu liðum deildarinnar, Njarðvík í IE deild og Keflavík í bikarnum ekki sótt auðveldann dag í Hólminn. Núna koma KR-ingar og reyna sig við sterkann heimavöll Snæfellinga. Dómarar leiksins voru Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.

 

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og bæði lið föst fyrir í varnaleiknum og ekki mikið sett niður. Varlega stigið til jarðar af báðum liðum og greinilegt að ekki átti að glopra neinu í fyrsta hluta. Snæfell náði lítið að græða á mistökum KR-inga sem voru í lok hlutans að missa boltann og klúðra sóknum. En margt féll ekki með Snæfellingum einnig og staðan eftir 1. fjórðung 14-14 og allt að gerast.

 

2.hluti byrjaði af krafti og eftir tvö víti niður hjá Joshua Helm var svo brotið á Jón Ólafi hjá Snæfell í 3ja stiga skoti og setti hann öll niður. KR settu aðeins betur í sóknargírinn en Snæfell voru að standa í lappirnar og fylgja og skiptu í svæðisvörn sem KR átti erfitt með um tíma en Snæfellingar settu lítið niður og komust því ekki framm úr mikið eins og þeir vildu. Jafnræði var alveg gífurlega mikið með liðunum og í stigaskori var Siggi Þorvalds að leiða sinn hóp Snæfellinga og tók seinni hluta fjórðungsins 7 stiga kafla og var með 11 í leikhlé og fyrirliðinn Hlynur Bærings var kominn með 10 fráköst og gaf ekkert eftir undir körfunni.is en hjá KR var Joshua Helm með 12. Staðan í leikhklé var 41-37 fyrir heimamenn.

 

Áfram hélt sama barátta og til marks um mjög gleðilega leiki þessara liða ávallt og oft. Justin fékk tæknivillu fyrir mótmæli í byrjun og setti KR þau stig niður. Snæfell voru klárlega með Kotila í eyrunum ennþá eftir hlé og voru að koma skikk á sóknarleikinn og tóku 13-3 kafla eftir að KR setti fyrstu stigin í hlutanum. Snæfellingar gáfu svo verulega eftir og KR komst yfir 59-60 með fínum kafla. Geysileg varnarvinna hjá báðum liðum einkenndi leikinn og hart spilað. Hlynur fékk sína 4 villu í lok 3. hluta og Subasic var einnig kominn með 4 hjá Snæfell en minna var um villu vandræði KR manna. 63-63 þegar flogið var inní 4.hluta og leikurinn bara í járnum eða þannig.

 

Sola fékk sína 4 villu strax í byrjun 4. og KR í stuði með 8-0 kafla og komu óðir í lokalotuna með stöðuna 63-71 þegar Kotila tók leikhlé. Pálmi hafði sett 17 stig bara í seinni hálfleik þegar 5 mín voru búnar af 4 hluta og Snæfellingum líkaði illa að elta þegar staðan var orðin 68-76 fyrir KR. Sola fékk 5 villu sína fljótt. Subasic fékk sína 5 þegar 3 mín voru eftir en Snæfell fór að setja sín skot niður og drógu á eins og góðir sjómenn á línu komust í 82-85 en KR var að berjast við að beita í balann og líkaði þeim það vel í þessari stöðu. Hlynur fékk sína 5 villu þegar 1:20 var eftir og KR gekk á lagið komst í 83-90 og hélt boltanum út leikinn og sigraði 83-92. Góð löndun hjá KR á erfiðum útivelli í alveg hörkleik. Ekki svo góðann leikinn áttu annars dómarar leiksins sem eru góðir almennt og hef ég ekki lagt í vana minn að taka sérstaklega eftir þeim, en nú var nauðsyn á að segja slæmur dagur.

 

En í liði Snæfells stjórnuðu skútunni sem fyrr Hlynur Bærings og Siggi Þorvalds. Hlynur var öflugur og skoraði 20 stig, tók 17 fráköst og næstum því fráköstin fyrir KR líka svo lítið bar á öðrum í þeim geiranum. Siggi var stigahæstur með 21 stig og hefði hæglega getað sett fleiri. Justin var með 15 stig og 6 stoð. Erfitt að tapa þessum leik þar sem liðið var að berjast vel, sýna endurkomu og vera ekki síðra liðið í leiknum.

 

Hjá KR bar mest á Joshua Helm sem skoraði 24 og tók 9 frák. Pálmi átti góðann dag og setti 19 stig í seinni hálfleik og alls 21 í leiknum og 7 stoðs. Hann kom með hraða og hreyfingu á leikinn og kann vel við sig í Hólminum greinilega eftir dvöl hans þar áður.  Fogel og Helgi M. voru feiknar sterkir og setti Fogel 14 stig og 6 stoð en Helgi 16 stig. Sola þarf greinilega smátíma í viðbót upp á áður séð leikform en hann virkaði þungur í sókn en varnarlega harður biti að eiga við á köflum. KR voru einfaldlega 4 leikhluta liðið og sýndu seiglu í að klára þennan annars spennandi og hörkleik þetta vetrarkveldið.

 

Gangur leiksins:

2-0, 4-2, 6-6, 8-8, 12-12, 14-14, 17-16, 23-26, 27-26, 31-30, 34-30, 41-37, 48-45, 54-46, 58-51, 59-59, 63-63, 63-71, 68-76, 81-85, 83-92.

Tölfræði leiksins 

Texti og myndir: Símon B. Hjaltalín

{mosimage}

(Magni Hafsteinsson í teigbaráttunni)

Fréttir
- Auglýsing -