spot_img
HomeFréttirKR unnið Grindavík með 29 stigum að meðaltali á heimavelli

KR unnið Grindavík með 29 stigum að meðaltali á heimavelli

 

KR og Grindvík mætast í kvöld í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna. Með sigri getur KR tryggt sér sinn fjórða titil í röð, þar sem að fyrir leikinn leiða þeir einvígið 2-0. Þessir tveir sigurleikir KR í úrslitunum þó gjörólíkir. Þann fyrri unnu þeir með 33 stigum á heimavelli í DHL Höllinni, en annar leikurinn í Grindavík var öllu jafnari. Eftir að hafa elt mestallan leikinn nældu þeir í eins stigs sigur með ótrúlegri sigurkörfu Philip Alawoya.

 

Liðin nú mæst í fjögur skipti í vetur. Tveir leikir í deildinni og þessir tveir sem búnir eru af úrslitaeinvíginu. Merkilegt er að skoða hversu mikill munur er á frammistöðu liðanna eftir því á hvaða velli er spilað. Grindavík tapað öllum leikjunum fjórum, en á heimavelli samanlagt með aðeins 3 stigum (meðaltal 1.5) á meðan að töpin í Vesturbænum hafa verið öllu stærri, eða samanlagt með 58 stigum (meðaltal 29) Í úrslitakeppninni í heildina hefur KR liðið verið einstaklegaa sterkt á heimvelli. Hafa sigrað alla 5 leiki sína þar með að meðaltali 19 stig mun.

 

Leikurinn í kvöld á heimvelli KR í DHL Höllinni og ef eitthvð er að marka þessa tölfræði (sem þarf þó ekkert að vera) erum við að fara að sjá heimamenn slátra þessum leik. Það skyldi þó enginn vanmeta Grindvíkinga, lið sem að hefur komið öllum á óvart í vetur og brotið á bak hrakspár sem þessa oftar en nokkurt annað lið.

 

Leikir liðanna í vetur

20.10.16. KR 87 – 62 Grindavík

19.01.17. Grindavík 78 – 80 KR

18.04.17. KR 98 – 65 Grindavík

21.04.17. Grindavík 88 – 89 KR

Fréttir
- Auglýsing -