spot_img
HomeFréttirKR tryggði sér oddaleik

KR tryggði sér oddaleik

09:00 

{mosimage}

(Sola lék vel með KR í gær) 

KR-ingar tryggðu sér oddaleik með frábærri frammistöðu í Stykkishólmi í gærkvöldi er þeir höfðu góðan 80-104 sigur á heimamönnum. Staðan í hálfleik var 38-48 KR í vil.  JJ Sola var stigahæstur með 25 stig hjá gestunum en Hlynur Bæringsson var atkvæðamestur heimamanna með 22 stig og 11 fráköst. KR-ingurinn Darri Hilmarsson afrekaði það í gær að hitta úr öllum skotum sínum nema einu og skoraði hann 23 stig. Darri brenndi aðeins af einni þriggja stiga tilraun af fjórum en hann hitti úr öllum teig- og vítaskotum sínum. 

KR-ingar lentu undir 8-2 í byrjun en fljótlega skoruðu þeir 0-17 með flottri rispu og leiddu 12-21, staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-28 KR í vil. Í öðrum leikhluta héldu KR-ingar vel á spilunum og leiddu með tíu stigum í hálfleik 38-48.  Í þriðja leikhluta komu KR-ingar sér í sextán stiga forystu og leiddu 57-73 eftir þrjá leikhluta. Fjórði leikhluti var eign KR-inga og léku allir leikmenn beggja liða í lokin, góður sigur 80-10 og KR-ingar jöfnuðu þar með einvígið 2-2.  

Snæfellingar léku í gærkvöldi án Danans Martins Thuesen sem fékk slæmt högg á annað lærið í síðasta leik liðanna en gert er ráð fyrir því að hann verði klár í oddaleikinn á fimmtudag.

Fréttir
- Auglýsing -