spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKR tók toppsætið í Dalhúsum

KR tók toppsætið í Dalhúsum

Það var mikil eftirvænting í stuðningsmönnum Fjölnis fyrir leik kvöldsins og gátu þeir ekki annað en vonað að spennustig leikmanna væri betra.  Framundan var toppslagur 1. deildarinnar, Fjölnir gegn KR. Vestrið mætir Austrinu svo farið sé í svolitla dramtík.

Leikurinn  var eins og við var að búast barátta frá fyrstu mínútu. KR ætlaði sér ekkert annað en sigur og stefnir á  að dvelja ekki mikið lengur en bráðnauðsynlegt er í 1. deildinni.  Á móti var Fjölnir sem hefur byrjað þetta tímabil betur en mörg undanfarinn ár. Þeir hafa sett markið hátt og ætla sér að fara alla leið á þessu tímabili.

Fjölnir byrjaði leikinn heldur betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta með fimm stigum.  KR var síðan skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddi í hálfleik 42-46.

Í seinni hálfleik byrjað KR betur og náði forystu sem þeir héldu út leikinn með einni undartekningu þar sem Fjölnir náði góðu áhlaupi í lok þriðja leikhluta og komst einu stigi yfir.

Lokaspretturinn var KR inga. Þeir spiluðu af skynsemi og héldu niðri hraðanum og nýttu sín færi betur. Oddur Rúnar kom þar sterkur inn og skilaði mikilvægum stigum í lokin. KR  komst mest í 10 stiga forystu en Fjölnismenn gáfust aldrei upp og réttu aðeins sinn hlut. Það fór þó svo að 7 stig skildu í lokin.

Lokatölur 87-94

Það er synd að segja að þriggja stiga skyttur beggja liða hafi verið á skotskónum. Fjölnir var með 3 stig úr 19 tilraunum og KR með 9 stig úr 27 tilraunum.

Hjá Fjölni var Lewis Diankulu með 30 stig og 14 fráköst og Viktor Steffensen kom næstur með 25 stig.

Mun meiri breidd var í stigaskori KR  þar sem 5 leikmenn settu yfir 10 stig á töfluna og var Dani Koljanin þar öflugastur með 22 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn


Fréttir
- Auglýsing -