spot_img
HomeFréttirKR-Þór Þorlákshöfn leikur 1: KR 1-0 Þór Þ

KR-Þór Þorlákshöfn leikur 1: KR 1-0 Þór Þ

KR og Þór Þorlákshöfn eigast nú við í sínum fyrsta leik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla en leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í vesturbænum þar sem KR hefur heimaleikjaréttinn í seríunni.
– Magnaður leikur að baki í vesturbænum og það vantaði ekki ,,dramað" hér í kvöld. Þetta einvígi verður rosalegt.
 
LEIK LOKIÐ: Josh Brown kláraði Þór 82-79 með mögnuðum þrist! Grétar Ingi jafnaði fyrir Þór 79-79 með stökkskoti þegar um 18 sekúndur voru eftir. Brown vippaði sér í næstu KR sókn upp í þrist og boltinn sullaði í netinu þegar 0.21 sek voru til leiksloka og KR leiðir því 1-0 í einvíginu.
 
– 28,8 sek eftir: 79-77 fyrir KR og þeirra síðasta sókn fór í vaskinn.
 
– 51 sek til leiksloka: 79-77 fyrir KR. Þór með 4-0 áhlaup og Finnur Atli kominn útaf hjá KR með 5 villur en hans fimmta og síðasta var U-villa. Þór setti vítin og Govens skoruðu í næstu sókn með mögnuðum tilþrifum hjá Govens sem spólaði sig upp endalínuna. Liðin koma nú úr leikhléi og KR á innkast á miðjunni.
 
– 1.16mín til leiksloka: 79-73 Dejan með annan sterkan þrist fyrir KR og fer hér langt með þetta fyrir heimamenn. Duttu á hárréttum tíma hjá kappanum.
 
– 2.22mín til leiksloka: 76-72 og Dejan að setja einn risavaxinn þrist fyrir KR!
 
– 3.09 mín til leiksloka: 73-70 fyrir KR og leikhlé í gangi. Staðan eftir sjö mínútna leik er 10-7 fyrir KR í leikhlutanum. Vörnin er allsráðandi. KR með 4 liðsvillur og Þór 3 svo það styttist í skotréttinn.
 
– 3.47mín til leiklsoka: 73-70 fyrir KR. Govens að skella niður tveimur vítum fyrir Þór. 
 
– 5.23mín til leiksloka: 69-66 fyrir KR. Janev að fá dæmda á sig U-villu í liði Þórs sem var í besta falli vafasöm. Skarphéðinn Freyr hljóp þá á hindrun hjá Janev sem hafði staðið grafkyrr um árabil að því er virtist. Engin furða að allir Þórsarar í húsinu hafi verið óánægðir með þennan dóm.
 
– 6.50mín eftir af leiknum: 67-66 fyrir KR. Hér er hver karfa orðin gulls ígildi, nokkrir orðnir ansi tæpir á villunum. Grétar og Govens með fjórar hjá Þór og Finnur sömuleiðis hjá KR.
 
– Þriðja leikhluta lokið: 63-63. Þór vann leikhlutann 20-22. Gestirnir lokuðu leikhlutanum með 7-0 áhlaupi þar sem Grétar Ingi fór fyrir Þór en hann er heldur betur að eiga góðan leik fyrir gestina. Hjá KR er Brown hvað beittastur en heimamenn hafa oft leikið betur í DHL höllinni. Sjáum hvort þeir sýni sitt rétta andlit hér í fjórða leikhluta sem er við það að hefjast.
 
– 1.08mín eftir af þriðja: 63-61 fyrir KR. Þór að setja 1 víti af 2 þar sem Sencanski fékk T-víti fyrir orðaskipti sín við dómara leiksins og Hrafn kippir honum strax á bekkinn.
 
– 2.16mín eftir af þriðja: 63-56 fyrir KR eftir svellkaldan þrist frá Martin Hermannssyni og Benedikt tekur leikhlé fyrir Þór sem eru hálf bitlausir með þá Govens og Hairston utan vallar. 
 
– 3.18mín eftir af þriðja: 56-56 og Govens að fá sína fjórðu villu í liði Þórs. Heldur rakleiðis á bekkinn og inná kemur Baldur ,,fjallið" Ragnarsson.
 
– 4.28mín eftir af þriðja: 55-51 fyrir KR… og viti menn að það eru einhverjar stofnfrumur úr hinni frægu Miðju farnar að söngla. Einvígið myndi nú heldur betur fá á sig meiri blæ ef Miðjan ætlaði að fara að setja ofan í við Græna drekann.
 
– 5.37mín eftir af þriðja: 51-49 fyrir KR. Gummi Jóns að fá dæmda á sig u-villu eftir klafs við Emil Þór Jóhannsson. Já það er alveg heitt í kolunum hér í vesturbænum.
 
– 7.04mín eftir af þriðja: 47-46 fyrir KR. Það er varnarleikurinn í brennidepli og hefur verið það í raun síðan að loiknum fyrsta leikhluta. 
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og staðan er 45-43 fyrir KR.
 
– Nýting liðanna í hálfleik:
KR: Tveggja 57,6% – þriggja 27,2% og víti 80%
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 41,6% – þriggja 46,1% og víti 60%
 
– Hálfleikur: 43-41 fyrir KR í hálfleik. Martin Hermannsson gerði síðustu stig fyrri hálfleiks með sterku gegnumbroti. Finnur Atli leiðir KR í hálfleik með 11 stig en Govens með 15 hjá Þór. Gestirnir leiða frákastabaráttuna 14-20
 
– 1.13mín eftir af öðrum: 38-41 fyrir Þór eftir þrist frá Grétari Inga sem er að finna sig vel í DHL Höllinni í kvöld.
 
– 3.00mín eftir af öðrum: 36-33 fyrir KR, Sencanski með villu og körfu að auki. Fékk í Þórssókninni á undan dæmda á sig U-villu og bætti upp fyrir það með þremur stigum og þriðju villunni á Govens í liði Þórs. Darri Hilmarsson kom umsvifalaust inn í lið Þórs fyrir Govens.
 
– 4.30mín eftir af öðrum: 33-32 fyrir KR, Sencanski að smella niður þrist fyrir heimamenn. Þórsarar einnig klaufalegir við körfu KR, brenna af hverju sniðskotinu á fætur öðru og Govens syrgir allar þær stoðsendingar sem ,,hefðu" getað orðið.
 
– 6.30mín eftir af öðrum: 30-32 fyrir Þór og Finnur Atli að fá sína þriðju villu í liði KR og inn í hans stað kemur Jón Orri Kristjánsson og tekur fagnandi sínum fyrstu mínútum í leiknum. 
 
– 7.59mín eftir af öðrum: 28-27 fyrir KR sem opna annan leikhluta 4-0. 
 
– Fyrsta leikhluta lokið: Staðan er 24-27 fyrir Þór þar sem Darrin Govens er með 15 stig hjá Þór og Finnur Atli 11 hjá KR. Grétar Ingi kom sterkur af Þórsbekknum þegar Hairston haltraði af velli og setti Grétar 7 stig í fyrsta leikhluta.
 
– 53 sek eftir af fyrsta: 24-25 fyrir Þór og Hairston er kominn aftur inn á völlinn og haltrar lítið eitt.
 
– 1.44mín eftir af fyrsta: 24-21 fyrir KR og Þór tekur leikhlé eftir 6-0 rispu heimamanna.
 
– 2.37mín eftir af fyrsta: 18-21 fyrir Þórsara. Darrin Govens kominn með 2 villur í liði Þór.
 
– 3.30mín: 18-19 þar sem Brown gerir fimm stig í röð fyrir KR.
 
– 6.02mín: 11-15 fyrir Þór og heimamenn í KR taka leikhlé. Þór var enda við að brenna af fyrsta skotinu, þristur sem vildi ekki niður en óskabyrjun gestanna í DHL höllinni.
 
– 7.24mín: 7-12 fyrir Þór eftir þrist frá Govens, gestirnir ekki búnir að klikka úr skoti!
 
– 8.00mín: 7-9 fyrir Þór og Hairston haltrar af velli, meiðslin eru augljóslega að angra hann. Þórsarar eru í virkilegum vandræðum ef þessi kappi kemst ekki í lag.
 
– 9.00mín: 3-3 Stóru mennirnir Finnur og Hairston opna leikinn með sinn hvorn þristinn. 
 
– Nú er mínúta í leik og hér koma byrjunarliðin:
KR: Josh Brown, Emil Þór Jóhannsson, Dejan Sencanski, Finnur Magnússon og Robert Ferguson.
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Blagoj Janev og Matthew Hairston.
 
– Verið er að kynna liðin til leiks, Benni er í Þór Þ. hettupeysunni.
 
– Hrafn Kristjánsson þjálfari KR er mættur í jakkafötunum, Benedikt Guðmundsson hefur ekkert verið hér frammi, hvort hann splæsi í jakkaföt er ekkert voðalega líklegt. Sjáum til. 
 
– Tomasz Kolodziejski er mættur með linsurnar sínar og græjur í DHL-höllina, við spáum svaaaðalegu myndasafni á Karfan.is í kvöld.
 
– Dómarar kvöldsins eru þeir Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.
 
–  Nú eru um 17 mínútur í leik og pallarnir að verða fullir. Þó er enn fínt pláss í húsinu. 
Fréttir
- Auglýsing -