spot_img
HomeFréttirKR-Stjarnan: Leikur 3 í DHL-höllinni í kvöld

KR-Stjarnan: Leikur 3 í DHL-höllinni í kvöld

 
KR og Stjarnan mætast í sínum þriðja úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í kvöld kl. 19:15 í DHL-höllinni í vesturbænum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir Stjörnusigur í Ásgarði í síðustu viðureign liðanna.
Forsölu aðgöngumiða er lokið en hún fór fram í gær. Miðasala á þennan þriðja leik hefst kl. 15:00 í DHL-höllinni og betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og tryggja sér miða í tæka tíð þar sem búist er við troðfullu húsi í kvöld.
 
KR-Stjarnan
Leikur 1: KR 108-78 Stjarnan
Leikur 2: Stjarnan 107-105 KR
 
Fjölmennum á völlinn!
Fréttir
- Auglýsing -