spot_img
HomeFréttirKr sló út íslandsmeistarana (umfjöllun)

Kr sló út íslandsmeistarana (umfjöllun)

23:22
{mosimage}
Jón Arnór átti stórleik í kvöld
Kr og Keflavík áttust við í fyrri leik tvíðhöfða kvöldsin þegar keppt var um sæti í úrslitaleik Poweradebikarsins.  Það mátti vart sjá mun á liðunum framan af leik en KR-ingar höfðu þó 8 stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks.  Keflvíkingar áttu nokkur góð áhlaup í seinni hálfleik en náðu forskoti Kr-inga þó aldrei niður í minna en 3 stig.  Kr hafði svo á endanum 10 stiga sigur eftir æsispennandi lokamínútur.  Jón Arnór Stefánsson fór á kostum í leiknum og skoraði heil 35 stig og munaði um minna.  Hjá Keflvíkingum var Jesse Pelot-Rose stigahæstur með 18 stig og 13 fráköst.

Leikurinn byrjaði jafn og liðin skiptust á að skora.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu bæði lið skorað 11 stig og mátti vart greina á milli hvort væri með yfirhöndina ef einhver var.  Keflavík tók fyrsta alvöru frumkvæðið þegar þeir náðu 3 stiga forskoti 18-15 og áttu möguleikan á að bæta við en það tókst ekki og KR jafnaði jafn óðum.  Þegar flautað var til loka leikhlutans var jafnt 23-23.  

Það mátti vart sjá muninn á liðunum í byrjun annars leikhluta en þegar leið á virtust KR-ingar eiga einhver aukavopn í vopnabúri sínu því þeir náðu að loka vörninni vel og náðu mesta forskoti leiksins fram að því þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum í stöðunni 35-42.  Kr-ingar létu ekki þar við sitja heldur byggðu vel á fengnum hlut og þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var forskotið komið upp í 11 stig, 39-50.  Það virtist litlu máli skipta fyrir Keflavík þó þeir hirtu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru því skotin hreinlega duttu ekki.  Kr-ingar höfðu náð forskotinu mest upp í 14 stig þegar tæp mínúta lifði af leikhlutanum en þá kom Steven Gerrard til leiks og átti seinustu 6 stig leikhlutans.  Munurinn var því kominn niður í 8 stig þegar flautað var til hálfleiks, 46-54.  

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik og skoraði 21 stig fyrir KR  en næstir voru Jakob Örn Sigurðsson og Helgi Magnússon með 8 stig hvor.  Hjá Keflavík var Jesse Pelot-Rosa stigahæstur með 13 stig en næstir voru Hörður Axel með 10 stig og Steven Gerrard með 8 stig.   

Keflvíkingar mættu ákveðnari til þrijða leikhluta og minnkuðu muninn niður í 3 stig, 51-54 þegar þrjár mínútur vou liðnar af leikhlutanum en þá mættu Kr-ingar aftur til leiks og náðu upp fyrra forskoti áður en leikhlutinn var hálfnaður.  Stigin átta sem skildu að í hálfleik virtust hins vegar vera ákveðin veggur í þriðja leikhluta því munurinn var aldrei mikið meira en það og skiptust liðin á að skora fram að seinustu mínútu leikhlutans en þá náðu Kr aftur að auka forystuna með seinustu 4 stigum leikhlutans, 61-73.  

Keflvíkingar héldu í KR fyrstu mínúturnar í fjóra leikhluta og var munurinn ennþá 12 stig þegar um það bil þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum en þá skiptu KR-ingar um gír  var forskotið orðið 19 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður, 65-84.  Þegar um það bil fjórar mínútur voru eftir af leiknum tóku Kr-ingar leikhlé en þá höfðu Keflvíkingar minnkað forskotið KR-inga aftur niður í 12 stig, 72-84.  

Keflvíkingar virtust eiga mun meiri orku a lokasprettinum og var munurinn kominn niður í 7 stgi þegar um það bil tvær mínútur voru eftir af leiknum.  Sigurður Þorsteinsson, sem hafði skorað 15 stig, varið 4 skot og hirt 6 fráköst í leiknum, fékk sína fimmtu villu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum og því mikið skarð skorið í lið Keflvíkinga.  Keflvíkingar komu samt sem áður virkilega sterkir inn í lokamínúturnar og var munurinn kominn niður í 3 stig þegar mínúta var eftir en þá skoruðu Kr næstu 7 stigin og sigurinn var í höfn, 86-96.


Umfjöllun: Gísli Ólafsson
Myndir : Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -