spot_img
HomeFréttirKR, Skallagrímur og Hamar/Selfoss áfram í bikar

KR, Skallagrímur og Hamar/Selfoss áfram í bikar

9:14

{mosimage}

Nokkrir bikarleikir fóru fram í Lýsingarbikar karla í gær auk eins leiks í Lýsingarbikar kvenna. Á Sauðárkróki sigraði KR – Tindastól 94-86 eftir spennandi leik. Á heimasíðu Tindastóls er hægt að lesa umsögn um leikinn. 

Hamar/Selfoss sigraði nágranna sína í Þór Þorlákshöfn á heimavelli í Hveragerði 78-64. Þórsarar leiddu eftir fyrsta leikhluta með 1 stigi en heimamenn sigruðu annan leikhluta 23-11 og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Lárus Jónsson var stigahæstur heimamann með 16 stig og George Byrd skoraði 14 stig og tók 18 fráköst. Fyrir gestina skoraði Damon Bailey 16 stig og tók 13 fráköst og Bol Johnston skorað 13 stig og tók 10 fráköst. 

Tölfræði leiksins

Þá sigraði Skallagrímur Val í Kennaraháskólanum 102-71 þar sem Skallagrímsmenn afrekuðu það að skora 11 stig í einni sókn þar sem dæmdar voru tæknivillur og Eggert Maríuson þjálfari Vals rekinn út. Skallagrímsmenn fengu 8 víti og skoruðu úr öllum og fengu svo innkast við miðju og skorðu þriggja stiga körfu í þeirri sókn. 


Að lokum löggðu Snæfellsstúlkur KR í Lýsingarbikar kvenna. Leikurinn fór fram í DHL höllinni og eins og fyrr segir sigraði Snæfell, 63-56.


[email protected]


Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -