spot_img
HomeFréttirKR sigur í sveiflukenndum leik

KR sigur í sveiflukenndum leik

09:05 

{mosimage}

(Fannar Ólafsson kátur í leikslok)

KR sigraði Snæfell í DHL-höllinni í gærkvöldi 82-79, staðan í hálfleik var 43-30 KR í vil. Gestirnir náðu með seiglu að minnka muninn niður í eitt stig í lokinn en KR náði að landa sigri. Stigahæstir KR-inga voru J.J. Sola með 21 stig, Brynjar Þór skoraði 15. Næsti leikur er í Hólminum á þriðjudaginn kl. 20:00.  

KR-ingar byrjuðu gríðarlega vel, vörnin var sterk fyrir, KR-ingar virtust vera með sóknarleik gestanna vel kortlagðan og í sókn KR komu körfurnar nokkuð auðveldlega. Mestur varð munurinn í fyrsta leikhluta 15 stig, 23-8 en leikhlutinn endaði 25-11.  

Brynjar Björnsson setti þriggjastigaskot nær miðju en þriggjastigalínunni sem kom KR í 36-16. Þá kom ágætis kafli frá gestunum, bæði áttu Magni og Sigurður Þorvalds góða spretti. Staðan var 43-30 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð vel, liðin skiptust á að skora en svo kom stór þristur frá JJ sem kom KR í 64-44. En líkt og í öðrum leikhluta virtist það kveikja frekar í gestunum en KR-ingum því þeir minnkuðu muninn niður í 15 stig fyrir lokaleikhlutann.  

KR hélt gestunum frá sér þar til 5 mínútur voru eftir og Sigurður setur þrist sem minnkar muninn í 76-65. Í kjölfarið skora gestirnir 7 stig í röð gegn einu stigi KR og munurinn 78-72. Þá kemur góður þristur frá Nonna Mæju, 78-75. KR-ingum voru mislagðar hendur í sókninni og brotið er á fyrrnefndum Jóni í þriggjastigaskoti. Hann nýtti aðeins eitt af þremur skotum og munurinn 78-76 þegar mínúta var eftir. Darra voru mislagðar hendur í fjórða leikhluta en hann bætti heldur betur fyrir það á lokamínútunni. Náði mikilvægu frákasti og skoraði síðan úr tveimur vítum á lokasekúndunum, líkt og Skarpi hafði gert þegar 8 sekúndur voru eftir. Sigur 82-79.  

KR-ingar lék mjög vel framan af, boltinn gekk vel, og fengu þeir stig frá mörgum leikmönnum. Leikmenn Snæfells sýndu hinsvegar að það má aldrei gefa tommu eftir gegn þessu liði, smá værukærð og þá keyra þeir yfir andstæðinginn.

 

Næsti leikur er í Stykkishólmi á þriðjudaginn kl. 20:00. Stemmningin í Hólminum er ávalt mögnuð, heimamenn styðja lið sitt með ráðum og dáðum og umgjörð leikja þar er til fyrirmyndar. Það verður því enginn svikinn af bílferð á Snæfellsnesið á þriðjudaginn, enda Hólmarar annálaðir fyrir mikla gestrisni.

 

www.kr.is/karfa

Mynd: Stefán Helgi Valsson fyrir www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -