spot_img
HomeFréttirKR sigruðu bikarmeistara Snæfells naumlega (Umfjöllun)

KR sigruðu bikarmeistara Snæfells naumlega (Umfjöllun)

22:19:14

{mosimage}

Núverandi bikarmeistarar Snæfells fengu KR í heimsókn í kvöld í 32 liða úrslitum  Subwaybikarsins. Snæfellingar fengu að hefja titilvörnina á heimavelli í Fjárhúsinu en óskamótherjar eða ekki óskamótherjar fyrir Snæfell skiptir kannski litlu máli því menn þurfa að klífa háa veggi í þessu öllu og ekki slæmt fyrir mjög sterkt lið KR að fá að mæta núverandi bikarmeisturunum. Slobodan Subasic var kominn í lið Snæfells að nýju eftir smá bið.

Dómarar kvöldsins voru þeir sjaldan svalari Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.

Leikurinn var jafn og skemmtilegur þó KR hefði yfir mestann tímann þá áttu þeir í mesta basli með spræka bikarmeistara Snæfells sem gáfu lítið eftir. KR áttu í raun ekkert of góðann leik miðað við síðasta leik en höfðu að lokum naumann sigur 73-79 og máttu prísa sig sæla með að hafa komist áfram.

Snæfellingar brjuðu vel og voru að leiða leikinn í fyrsta hluta en komust ekkert lengra en 5 stigum á undan en héldu sér vel á floti. KR voru ekkert að stressa sig á hlutunum og jöfnuðu í stöðunni 28-28 og var Jakob Sigurðar í svaka stuði með 14 stig. Jafnræði var með liðunum fyrsta hlutann og var KR svo yfir í lok hlutans og leiddi 28-30.

KR keyrði svo á Snæfell í byrjun annars leikhluta og komst í 30-39. Snæfell kom sér þá strax inn í leikinn um miðjann hlutann og fór þá Hlynur fyrir sínum mönnum undir körfunni og þristar frá Atla og Sigga hjálpuðu mikið. Ekki fengu KR-ingar að stinga of mikið af og náði Snæfell að hanga inni seinni hluta leikhlutans. KR voru þó yfir í hálfleik 43-49.

Jakob var með 20 stig fyrir KR sem var að fara á kostum og Jón Arnór með 13 stig og fóru þeir fyrir sínum mönnum. Jason Dourisseau var ekki kominn á skorblaðið í fyrri hálfleik og aðrir voru með undir 4 stig.  Hjá Snæfell voru Hlynur og Jón með sín hvor 9 stigin og Siggi með 8 stig. Hlynur var einnig kominn með 7 fráköst.

Þriðji hluti byrjaði með látum og unnu Snæfellingar sig inní leikinn og gáfu stórliði KR engann grið og jöfnuðu 50-50. KR leiddi þriðja hluta og fékk Jón Arnór tæknivillu fyrir mótmæli um miðjan hlutann sem hjálpaði ekki því Siggi setti skotin niður og staðan 52-54. KR gaf örlítið í og komust í 58-63 en þrautseigir Snæfellingar voru tilbúnir í leikinn og standa í lappirnar. Varnarleikurinn var í lagi og héldu þeir sterku liði KR niðri þar sem þeir Jakob og Jón Arnór voru liggur við þeir einu sem skoruðu, en aðrir voru ekki fyrirferðamiklir. En hjá Snæfelli voru Siggi, Nonni og Hlynur fyrirferðamestir. Staðan fyrir lokaátökin var 60-64 fyrir KR en leikurinn galopinn og allt að gerast.

Snæfellingar eins og áður jöfnuðu í byrjun fjórða hluta 66-66 og stríddu KR-ingum sem voru uppá Jakob og Jón Arnór komnir. KR-ingar voru sterkari í lokin og tóku þeir góðann kafla sem lagði grunninn að sigrinum og komust í 68-75 en Snæfell setti sig í gír og náði að narta 72-75. Darri Hilmars og Jakob Sigurðar settu svo vítin sín niður undir lokin og svo varð að bikarmeistarar Snæfell urðu undir 73-79 og KR fóru áfram naumlega úr þessum 32 liða úrslitum Subwaybikarsins.

Hjá Snæfelli var Siggi Þorvalds gríðalega seigur með 26 stig og 6 fráköst. Hlynur var sterkur og var með 14 stig og 14 fráköst. Nonni var með 16 stig og Magni 10 stig. Snæfellingar voru með 19 tapaða bolta á móti 10 hjá KR sem hefur ábyggilega talið í en voru með 37 fráköst á móti 28 hjá KR. Hjá KR var Jakob Sigurðar með 29 stig og var sterkur sem og Jón Arnór sem var með 22 stig, 5 fráköst og voru þeir tveir að draga vagninn fyrir KR. Fannar Ólafsson kom næstur á eftir með 10 stig og 9 fráköst. Aðrir í KR liðinu hafa séð fífil sinn fegurri en sigur höfðu þeir nú samt og breiddin slík að menn geta greinilega skipt leikjum á milli sín og unnið.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Eyþór Benediktsson

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -