spot_img
HomeFréttirKR sigraði Snæfell og ÍS sigraði Hauka

KR sigraði Snæfell og ÍS sigraði Hauka

21:03

Nú er leikjum kvöldsins að ljúka hverjum á fætur öðrum. 

KR tók forystuna í einvíginu við Snæfell í kvöld með sigri í DHL höllinni 82-79. KR byrjaði mikið betur og 25 stigum yfir en Snæfell komu til baka og í lokin var leikurinn æsispennandi. Hægt er að lesa textalýsingu KR inga á heimasíðu þeirra.

 

Í Iceland Express deild kvenna sigraði ÍS Hauka stúlkur óvænt, 84-74. Því er ljóst að minnst fjóra leiki þarf til að skera úr um hvort liðið leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Í Garðabænum þar sem eigast við Stjarnan og Breiðablik lítur allt út fyrir sigur Blika en þeir leiða með 18 stigum og því má reikna með að það verði þriðji leikur á milli liðanna um það hvort þeirra mætir Val í úrslitaeinvígi um sæti í Iceland Express deildina að ári.

 

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -