spot_img
HomeFréttirKR sendir skilaboð til liða í deildinni

KR sendir skilaboð til liða í deildinni

Það var markmið KR-inga frá upphafi leiks að senda skilaboð til Þorlákshafnar að mætist KR og Þór í fyrstu umferð úrslitakeppninnar – sem allar líkur eru á – þá væru erfiðir tíma framundan fyrir Þórsara. Þór, með þessu tapi í kvöld, fór niður í 8. sætið eftir sigur Grindavíkur á Fjölni.
 
Ekki nóg með það að taka á móti deildarmeistaratitlinum eftir leikinn í kvöld, heldur ákváðu KR-ingar að niðurlægja Þór frá Þorlákshöfn í DHL höllinni í kvöld, 120-78.
 
Yfirburðir KR í þessum leik voru svo miklir, bæði í vörn og sókn, að 42 stiga munur í leikslok segir aðeins hálfa söguna. 35-19 slátrunin í þriðja hluta sýndi skilvirknigildi sem eiga varla að sjást í efstu deild. 1,43 stig per sókn; 73% sóknarnýting; 78,6% eFG skotnýting. 
 
KR-ingar hittu nánast á hinn fullkomna leik: 44/75 í skotum, þar af 15/28 í þristum, 11 sóknarfráköst, 30 stoðsendingar.
 
Framlag ungu strákanna af bekknum var líka til fyrirmyndar en þeir nýttu allir tækifærið til að sýna að þeir eru klárir í úrslitakeppnina líka.
 
Skemmst frá að segja voru tölurnar ekki svona hjá Þór. 
 
Nema inni í teignum. 
 
Þór Þorlákshöfn skaut 26/42 inni í teignum eða 61,9% eb 6/28 utan hans eða 21,4%. Þrátt fyrir nærveru Craion, Magna og Finns var Grétar Ingi illviðráðanlegur í teignum. 
 
Þórsarar eiga miklu meira inni en þetta og á Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs aldrei eftir að sætta sig við svona frammistöðu.
 
Craion leiddi KR enn eina ferðina með 30 stig og 19 fráköst á 27 mínútum. Gaf einnig 6 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 3 skot. Erfitt var að finna veikan blett á KR liðinu. Ef einhver var í vandræðum var alltaf einhver annar sem losaði sig og fann leið að körfunni. Ungu strákarni spiluðu allir vel eins og áður sagði. Björn Kristjánsson leysti leikstjórnandastöðuna afburðavel, skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
 
Hjá Þór var fátt um fína drætti. Grétar Ingi var einn um hituna í teignum, skoraði 18 stig, tók 9 fráköst en fór út af með 5 villur eftir 29 mínútna leik. KR-ingar slökktu algerlega á Darrin Govens, sem var 3/10 í leiknum, 8 stig og 3 tapaða bolta. Hann lék aðeins 25 mínútur.
 
 
Mynd:  KR-ingar eru deildarmeistarar Dominosdeildar karla 2015. (Bára Dröfn)
 
Öll úrslit kvöldsins í Domino´s deild karla

Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)
 
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.
Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Bender, Davíð Tómas Tómasson
 
 
KR-Þór Þ. 120-78 (25-13, 27-18, 35-19, 33-28)
 
KR: Michael Craion 30/19 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Björn Kristjánsson 17/11 fráköst, Darri Hilmarsson 17, Brynjar Þór Björnsson 12/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 10, Illugi Steingrímsson 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6, Helgi Már Magnússon 6/6 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 5, Vilhjálmur Kári Jensson 2, Darri Freyr Atlason 0.
Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst, Oddur Ólafsson 12, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10, Darrin Govens 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Nemanja Sovic 4, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 1, Jón Jökull Þráinsson 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson
 
 
Grindavík-Fjölnir 89-75 (24-11, 15-29, 26-22, 24-13)
 
Grindavík: Rodney Alexander 30/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/8 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/12 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorleifur Ólafsson 0.
Fjölnir: Jonathan Mitchell 35/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 12/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 6/7 fráköst, Danero Thomas 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Valur Sigurðsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Áhorfendur: 413
 
Fréttir
- Auglýsing -