spot_img
HomeFréttirKR semur við tvo leikmenn

KR semur við tvo leikmenn

KR hefur samið við þær Önnu Fríðu Ingvarsdóttur og Helenu Haraldsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna á næsta tímabili.

Helena Haraldsdóttir er fædd 2003 og uppalin á Ísafirði þar sem hún spilaði áður fyrir yngri flokka Vestra. Hún átti gott tímabil með stúlknaflokki KR síðasta vetur og hefur spilað með bæði U15 og U16 og var í æfingahóp U18 í vor.

Anna Fríða Ingvarsdóttir er fædd 2005 og kemur úr röðum yngri flokka KR. Hún hefur spilað með stúlknaflokki samhliða sínum flokki og staðið sig með prýði. Anna Fríða var í afrekshópi U15 í vor.

Francisco Garcia, þjálfari mfl. kvenna:
“Helena og Anna Fríða eru ungir leikmenn sem hafa verið í yngri landsliðum. Þetta er tækifæri fyrir þær að vaxa og bæta sig sem leikmenn. Þær eru hungraðar og tilbúnar að hjálpa liðinu á öllum sviðum. Ég er virkilega ánægður með að fá þær inn í meistaraflokkshópinn.”

Frétt á krkarfa.is

Fréttir
- Auglýsing -