spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKR semur við fyrrum samherja Adama og Jakobs

KR semur við fyrrum samherja Adama og Jakobs

KR hefur samið við Ninrod Hilliard fyrir yfirstandandi átök í fyrstu deild karla.

Nimrod kemur í stað Troy Crackbell sem yfirgaf félagið á dögunum. Nim er 30 ára bandarískur bakvörður sem á glæstan feril í Evrópuboltanum að baki.

Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku varð hann danskur meistari með Horsens auk þess sem hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þaðan lá leiðin til Þýskalands og svo Svíþjóðar þar sem hann hitti fyrir þjálfara KR liðsins Jakob Örn í liði Boras. Tímabilið 2018-19 var Nimrod valinn verðmætasti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. 2019-20 lék hann með öðrum leikmanni úr þjálfarateymi KR, Adama Darboe, er þeir urðu danskir meistarar með Bakken Bears. Eftir tímabil í þýsku Bundesligunni og efstu deild í Ungverjalandi ásamt stoppi á Kýpur hefur Nimrod ákveðið að halda ferlinum áfram í svörtu og hvítu. 

Fréttir
- Auglýsing -