spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKR semur við Bandaríkjamann

KR semur við Bandaríkjamann

KR hefur samið við Markyia McCormick fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Markyia er 23 ára gömul og lék með Oakland háskólanum á síðustu leiktíð í fyrstu deild háskólaboltans. Þar var hún með 11 stig og 3 stoðsendingar að meðaltali í 29 leikjum síðasta tímabils. Hún spilaði tvö tímabil þar á undan með Charleston háskólanum, og var þar með 16 stig í leik og skaut 38% fyrir utan þriggja stiga línuna.

Hörður Unnsteinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna:

“Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið Markyia til liðs við okkur. Hún er fullkomin viðbót inn í okkar ungu en firnasterku bakvarðasveit. Innan vallar getur hún hvoru tveggja skorað sjálf og skapað fyrir liðsfélaga sína og utan vallar er hún frábær manneskja sem mun vera flott fyrirmynd fyrir ungu stelpurnar okkar.”

Fréttir
- Auglýsing -