21:25
{mosimage}
(Reykjavíkurmeistarar KR 2008)
ÍR reyndist auðveld bráð þegar liðið heimsótti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur leiksins voru 97-56 KR í vil þar sem Jakob Örn Sigurðarson fór mikinn í fyrri hálfleik hjá KR og brenndi vart af skoti. Leikurinn var nánast aldrei spennandi og í síðari hálfleik sigldu KR-ingar inn í öruggan sigur.
Nokkuð vantaði upp á fullskipaðan leikmannahóp á báða bóga og dreifðist spilatímainn vel á alla í kvöld. KR-ingar hafa snúið aftur í tonnatali og í kvöld sýndu þeir Arnar Kárason, Lárus Árnason og Baldur Ólafsson gamalkunna takta á parketinu í DHL-Höllinni en þeir hafa allir tekið fram skóna að nýju með KR-ingum.
Eins og fyrr greinir fór Jakob Örn á kostum í kvöld og lauk leik með 29 stig og var klárlega besti maður vallarins en kom ekkert við sögu í fjórða leikhluta.



