spot_img
HomeFréttirKR og Snæfell mætast í þriðja leiknum í dag

KR og Snæfell mætast í þriðja leiknum í dag

Undanúrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í dag þar sem KR og Snæfell mætast í sinni þriðju viðureign. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir liðin skiptust á því að pakka hvoru öðru saman á útivelli.
Úrslit í fyrstu tveimur leikjunum:
 
KR 84-102 Snæfell
Snæfell 88-107 KR
 
Í fyrsta leiknum gekk allt upp hjá Snæfell, þristarnir hrundu inn og Hólmarar gerðu Pavel Ermolinskij erfitt um vik. Í öðrum leiknum snérist taflið við, KR fór að hitta og Tommy Johnson fór í gang eftir mikla þurrka á þeim bænum. Þá hrökk Pavel í gírinn og KR gerði það sem sjaldan sést, tók Snæfell í kennslustund í fráköstum.
 
Það er því ekki á vísann að róa í dag þar sem heimavellir beggja liða eru fyrnasterkir en búast má við rosalegum slag. Í Stykkishólmi í öðrum leiknum grýttu stuðningsmenn KR salernispappír inn á völlinn, nett skilaboð til Hólmara. Spurning hvort áframhald verði á klósettrúllukastinu og hvort það nái viðlíka hæðum og hér.
 
KR-Snæfell
Leikur 3
Kl. 16:00 í DHL-Höllinni
 
Fjölmennum á völlinn!
 
Fréttir
- Auglýsing -