spot_img
HomeFréttirKR og Njarðvík mætast í kvöld

KR og Njarðvík mætast í kvöld

Í kvöld verður háður oddaleikur milli KR og Njarðvíkinga um hvort liðið haldi áfram í úrslita einvígið og etji þar kappi við Tindastól.  Leikurinn háður í DHL höll þeirra KR-inga og búist er fastlega við því að uppselt verði á leikinn og því fólki óhætt að mæta snemma og jafnvel henda í sig einum ljúffengum borgara fyrir leik. 

 

Staðan í einvíginu 2:2 eftir hreint út sagt frábæra leiki þar sem allt sem þessi bráðskemmtilega íþrótt hefur uppá á bjóða hefur komið fram. Bæði lið hafa sigrað með stórum mun og litlum. Við höfum fengið risastóra lokakörfur og einnig risastórar næstum því lokakörfur. Troðslur og önnur tilþrif, já þetta hefur verið hlaðborð með "all you can eat". Í kvöld muna hinsvegar einhverjir halda heim af þessu hlaðborði en svangir. 

 

Fréttir
- Auglýsing -