spot_img
HomeFréttirKR og leitin að þeim fjórða

KR og leitin að þeim fjórða

 

Lið: KR

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 8

Síðasti titill: 2016

Staða eftir deildarkeppni: 1. sæti

 

Mótherji í 8 liða úrslitum: Þór Akureyri

 

Innbyrðisviðureignir gegn Þór í vetur:

Líkt og önnur lið í þessum 8 liða úrslitum, þá skiptu KR og Þór með sér sigrum í vetur. Hvorugur leikurinn var þó nokkuð sérstaklega spennandi. Fyrri leikinn vann KR í Reykjavík og þann seinni Þór á Akureyri.

 

 

Hvað þarf KR að gera til að komast í undanúrslit?

KR þarf í raun og verunni bara að spila á pari við þá getu sem á að vera til staðar í hóp þeirra. Jón Arnór, Pavel og Sigurður Þorvaldsson áttu allir hryllilegan dag síðast þegar að þessi lið mættust. Spili þeir á getu eða einhverstaðar nálægt henni í þessu einvígi ætti KR að fara frekar örugglega í gegnum Þór og í undanúrslitin.

 

 

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Ein ástæða þess að KR tapaði þessum leik gegn Þór nú eftir áramót var sú að þá vantaði fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í lið þeirra. Burðarásar í liði þeirra hafa næstum allir eitthvað verið frá það sem af er vetri vegna meiðsla. Þó það sé ólíklegt að slíkt gerist, þá gætu meiðsl sett strik í reikninginn fyrir þá í þessari seríu. 

 

 

Lykilleikmaður:

KR liðið er fullt af bæði reynslu og hæfileikaríkum leikmönnum. Ef einhvern einn ætti að taka út fyrir sviga þá væri það líklegast fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson. Ekki bara skilar hann dúndurframlagi fyrir þá tölfræðilega, heldur virðist hann oft á tíðum vera með mesta hjartað og áræðnina þegar eitthvað vantar upp á fyrir þá.

 

 

Fylgist með:

Gaman verður að fá að fylgjast með Jóni Arnóri Stefánssyni aftur á stóra sviðinu. Síðasti úrslitakeppnisleikur sem að Jón spilaði var sögulegur fimmti leikur úrslitaeinvígis KR gegn Grindavík árið 2009. Umdeilanlega besti körfuknattleiksmaður Íslands fyrr og síðar hefur verið, hægt og bítandi, að ná vopnum sínum til baka eftir að hafa verið frá allan fyrri helming tímabilsins sökum meiðsla. Verður fróðlegt að sjá hvort hann gefi okkur ekki eitthvað ógleymanlegt í þetta skiptið.

 

 

Spá hlustenda:

Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis.  KR hlaut nokkuð afgerandi kosningu þar sem að flestir eða um 49% allra sem tóku þá spáðu því að KR myndi klára þessa seríu í 4 leikjum, 3-1. Næst flestir eða um 42% allra sem að tóku þátt gerðu ráð fyrir að KR myndi klára þessa seríu í 3 leikjum. Aðeins 3 af þeim 148 sem að spáðu fyrir um úrslitin halda að Þór vinni þetta einvígi á einhvern hátt.

 

 

Leikdagar í 8 liða úrslitum:

Leikur 1 15. mars kl. 19:15 DHL Höllinni – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 2 18. mars kl. 16:00 Höllinni Akureyri 

Leikur 3 21. mars kl. 19:15 DHL Höllinni – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

Leikur 4 23. mars kl. 19:15 Höllinni Akureyri  (ef þarf)

Leikur 5 26. mars kl. 19:15 DHL Höllinni (ef þarf)

 

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -