spot_img
HomeFréttirKR og Keflavík unnu á útivelli

KR og Keflavík unnu á útivelli

20:44

{mosimage}

KR sigraði Njarðvík örugglega í Ljónagryfjunni 93-115 í Iceland Express deildinni í kvöld og Keflavík sigraði bikarmeistara Stjörnunnar í Ásgarði 84-96. Þórsarar frá Akureyri unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Sauðárkróki þegar þeir unnu Tindastól 102-105, þar með halda þeir í vonina um að bjarga sér frá falli. KFÍ sigraði Ármann örugglega í 1. deild karla í kvöld, 104-82 og stíga þar með skrefi nær úrslitakeppninni. Þórsarar úr Þorlákshöfn fylgja þó á hæla Ísfirðinga en þeir sigruðu Hrunamenn á Flúðum  90-102. Í loka leik kvöldins sigruðu Haukar undir stjórn Péturs Ingvarssonar fyrrum lærisveina Péturs í Hamri, 69-65 og þar með lifa Haukar enn í voninni um að ná 1. sætinu af Hamarsmönnum. Richard Field skoraði 32 stig fyrir Þór úr Þorlákshöfn, en hann Mark Woodhouse og Elvar Guðmundsson skoruðu 83 af 102 stigum Þórsrar. Caleb Holmes var með 35 stig fyrir Hrunamenn og Atli Örn Gunnarsson skoraði 26 svo þeir tveir skoruðu 61 af 90 stigum Hrunamanna.

Craig Schoen var sjóðandi heitur í Ísjakanum og skoraði 37 stig en Gunnlaugur Elsuson skoraði flest stig Ármenninga eða 23.

Fréttir
- Auglýsing -