spot_img
HomeFréttirKR og Fjölnir leika til úrslita í 9. flokk drengja

KR og Fjölnir leika til úrslita í 9. flokk drengja

 

Á morgun kl. 10:50 munu KR og Fjölnir mætast í úrslitum Íslandsmóts 9. flokks drengja. 

 

Fyrri undanúrslitaleik dagsins sigraði KR lið Stjörnunnar með 62 stigum gegn 58. Stigahæstur í liði KR var Almar Orri Atlason með 18 stig, á meðan Mikael Freyr Snorrason setti 19 fyrir Stjörnuna.

 

Tölfræði leiks: Stjarnan 58 – 62 KR

 

Seinni undanúrslitaleikur dagsins var ekki minna spennandi, en í honum lagði Fjölnir lið Breiðabliks með einu stigi, 58-57. Stigahæstur í liði Fjölnis var Leifur Logi Birgisson með 17 stig, en hjá Breiðabliki var það Arnar Freyr Tandrason með 19.

 

Tölfræði leiks: Breiðablik 57 – 58 Fjölnir

Fréttir
- Auglýsing -