spot_img
HomeFréttirKR nú sigursælasta lið í efstu deild frá upphafi

KR nú sigursælasta lið í efstu deild frá upphafi

KR varð Íslandsmeistari í Dominos deild karla þetta árið með sigri á Grindavík í oddaleik liðanna í úrslitaeinvíginu. Þrátt fyrir frábæra baráttu Grindavíkur í einvíginu þá setti KR hreinlega í gírinn í leiknum og tryggðu þar með titilinn fyrir stútfullri DHL-höll. 

 

Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill KR í röð en þetta er í annað skiptið sem KR vinnur fjóra titla í röð en síðast var það á árunum 1965-1968. Sigur gærkvöldsins var hinsvegar sögulegur fyrir fleiri sakir, því KR tók með honum fram úr ÍR sem það lið sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla frá upphafi efstu deildar á Íslandi. 

 

KR hefur því unnið 16 titla frá 1951, einum fleiri en ÍR sem hafði unnið 15. Vesturbæjarliðið hefur unnið níu af þessum titlum eftir að úrslitakeppnin var sett á en Njarðvík hefur unnið flesta titla síðan þá eða ellefu talsins. KR hefur einnig unnið bikarkeppni KKÍ oftast allra liða eða 12 sinnum. Það má því með sanni segja að KR hafi unnið deildina og bikarinn oftast allra liða. 

 

 

Fjöldi Íslandsmeistaratitla í efstu deild frá 1951: 

 

KR – 16 titlar: 1965, 1966, 1967, 1968, 1974, 1978, 1979, 1990, 2000, 2007, 2009, 2011, 2014, 2015, 2016, 2017

ÍR – 15 titlar: 1954, 1955, 1957, 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1969, 1970, 1971, 1972, 1973, 1975, 1977

Njarðvík – 13 titlar: 1981, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001, 2002, 2006

Keflavík – 9 titlar: 1989, 1992, 1993, 1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008

ÍKF – 4 titlar: 1952, 1953, 1956, 1958

Grindavík – 3 titlar: 1996, 2012, 2013

Valur – 2 titlar: 1980, 1983

ÍS – 1 titill: 1959

Ármann – 1 titill: 1976

Haukar – 1 titill: 1988

Snæfell – 1 titill: 2010

 

Fréttir
- Auglýsing -