22:42
{mosimage}
(ÍR-ingar fögnuðu innilega í kvöld)
Annar af tveimur oddaleikjum í 8 liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar fór fram í DHL-höllinni í kvöld. Kr-ingar tóku þar á móti trítilóðum Ír-ingum og virtust aldrei eiga séns í leiknum. Strax á upphafsmínútunum sýndu gestirnir að þeir ætluðu ekki að fara í sumarfrí og náðu 12 stiga forskoti eftir aðeins 5 mínútur, 4-16. Þetta forskot gáfu þeir aldrei af hendi þó KR hafi komist nálægt í byrjun annars leikhluta. ÍR-ingar hittu alveg hreint ótrúlega í kvöld og hittu 75% fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik og 57% í heildina. Leikurinn var hins vegar ekki bara sýning inni á vellinum því DHL-höllin var fullnýtt og setið var í hverju sæti og rúmlega það. Áhorfendur létu vel í sér heyra og var stemmingin á leiknum vonandi aðeins forboði á það sem koma skal. Stigahæstir hjá ÍR-ingum var Hreggviður Magnússon með 29 stig og 7 fráköst, næstir voru Tahirou Sani með 19 stig og 11 fráköst og Nate Brown með 13 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá KR var Andrew Fogel stigahæstur með 25 stig, næstir voru Joshua Helm með 21 stig og 11 fráköst og Jeremiah Sola með 8 stig.
{mosimage}
ÍR-ingar mættu öruggir í Vesturbæinn þrátt fyrir söng og læti KR-inga á pöllunum, eftir eina og hálfa mínútu tók Benedikt Guðmundsson þjálfari KR leikhlé því staðan var orðin 0-8. Gestirnir úr Breiðholtinu nýttu skotin sín gríðarlega vel og eftir þrjár mínútur af leik höfðu þeir náð 10 stiga forskoti, 1-11, með 100% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna, 3/3 og þremur stolnum boltum í þokkabót. Á meðan allt for ófaní hjá ÍR fór ekkert ofaní hjá KR og þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu gestirnir náð afgerandi forystu, 4-16. Þegar Sveinbjörn, Eiríkur og Hreggviður voru komnir á bekkinn gekk þó ásjáanlega mun verr í sóknarleik ÍR-inga og því náðu KR-ingar að minnka muninn niður í 5 stig þegar ein mínúta var eftir af leikhlutanum, 13-18. Þegar leikhlutinn var að klárast áttu KR-ingar gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í 3 stig þangað til Nate Brown skoraði seinustu stig leikhlutans af vítalínunni, 15-20.
{mosimage}
Kr-ingar byrjuðu annan leikhluta eins og þeir enduðu þann fyrsta og minnkuðu muninn niður í 2 stig, 20-22, en þá sögðu ÍR-ingar hingað og ekki lengra og tveimur mínútum síðar var munurinn aftur orðinn 10 stig, 20-30 og leikhlutinn hálfnaður. Þegar sterkustu leikmenn ÍR voru á vellinum virtust KR-ingar einfaldlega ekki ráða við þá í þessum ham því gestirnir nýttu nánast öll sín skot og var munurinn orðinn 13 stig þegar þrjár mínútur voru eftir. Benedikt Guðmundsson lét mikið í sér heyra á hliðarlínunni og tók leikhlé til þess að lesa yfir sínum mönnum sem virtust einfaldlega ekki vera á tánum. Leikmenn ÍR fóru hins vegar á kostum og Tahirou Sani átti seinustu stig leikhlutans með glæsilegri þriggja stiga flautukörfu og endaði leikhlutinn því með 17 stiga forskoti ÍR, 29-46. Sóknarleikur KR-inga var nánast ekki til staðar á meðan þriggja stiga nýting ÍR-inga var nánast lýgileg eða 75%, 9/12.
{mosimage}
Stigahæstir í hálfleik hjá heimamönnum í KR voru Andrew Fogel og Joshua Helm, 6 fráköst, með 7 stig hvor og Jeremiah Sola með 6 stig. Hjá ÍR var Nate Beown stigahæstur með 11 stig og 6 fráköst en næstir voru Tahirou Sani með 9 stig, 3/3 þriggja stiga, og Ólafur Sigurðsson með 8 stig.
{mosimage}
Það mætti segja að gestirnir væru að hitta fyrir bæði liðin því ennþá juku þeir á muninn í byrjun þrijða leikhluta á meðan lítið sem ekkert gekk hjá heimamönnum og önnur eins nýting hefur líklega sjaldan sést í Vesturbænum. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn orðinn 20 stig og meira að segja Miðjan var farin að hægja á sér. Aldrei hefur undirritaður séð lið þagga niður í Benedikt Guðmundssyni en það gerðu ÍR-ingar í þriðja leikhluta en þeir leiddu með rúmlega 20 stigum allan leikhlutan og voru að spila nánast fullkomin leik. Þegar leikhlutanum lauk var munurinn 23 stig, 41-64 og það virtust ekki vera mörg svör við leik ÍR-inga.
{mosimage}
Andrew Fogel virtist mættur í fjórða leikhluta til að vinna leikinn því hann setti 6 stig á stuttum kafla en það dugði þó skammt því ÍR-ingar misstu aldrei dampinn. Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum tók Jón Arnar þjálfari ÍR leikhlé í stöðunni 50-69 og munurinn því ennþá 19 stig. ÍR-ingar gáfu ekkert eftir og virtist fátt geta stoppað þá. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn 20 stig 52-72, og ÍR-ingar trekk í trekk að spila sig auðveldlega í gegnum vörn Kr-inga. Þrátt fyrir að Andrew Fogel héldi áfram að skora dugði það lítið á meðan vörnin skilaði aldrei neinu og þegar tvær mínútur voru eftir sást á leik KR að þeir voru orðnir pirraðir og létu góðan leik ÍR-inga fara verulega í taugarnar á sér. Þegar ein mínúta og 40 sekúndur voru eftir fékk Brynjar Björnsson dæmda á sig óíþróttamannslega villu og í kjölfarið lét Fannar Ólafsson í sér heyra á bekknum og uppskar tæknivillu. Þegar yfir lauk höfðu ÍR 19 stiga sigur, 74-93.
{mosimage}
Leikur ÍR í kvöld sýndi einfaldlega að strákarnir úr Breiðholtinu eru ekki lið sem má vanmeta því það lið sem getur spilað eins og ÍR gerði í kvöld getur unnið öll lið á góðu kvöldi.
Gísli Ólafsson
Myndir: Snorri Örn Arnaldsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



