spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKR náðu í tvö stig í Laugardalshöllina

KR náðu í tvö stig í Laugardalshöllina

KR lagði Ármann nokkuð örugglega í kvöld í 2. umferð Bónus deildar karla, 89-115.

KR hefur því unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins á meðan nýliðar Ármanns í Bónus deildinni hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn á upphafsmínútunum. KR náði þó tökum á leiknum í öðrum fjórðungnum og leiddu með 15 stigum í hálfleik. Segja má þeir hafi svo gert útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins, en forysta þeirra var 27 stig fyrir lokaleikhlutann. Eftirleikurinn virtist svo nokkuð einfaldur fyrir gestina úr Vesturbænum, en þeir unnu að lokum með 26 stigum, 89-115.

Stigahæstir fyrir KR í leiknum voru Linards Jaunzems með 20 stig og bandarískur leikmaður þeirra KJ Doucet skoraði 19 stig fyrir þá í sínum fyrsta leik.

Fyrir Ármann var stigahæstur Bragi Guðmundsson með 21 stig og Daniel Love bætti við 19 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -