spot_img
HomeFréttirKR með sigur eftir naglbít í Ljónagryfjunni

KR með sigur eftir naglbít í Ljónagryfjunni

 

Einn leikur var í Dominos deild karla í kvöld. KR sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni og er því aftur eitt á toppi deildarinnar. Njarðvík heldur áfram að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni, eru í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt ÍR og Þór frá Akureyri.

 

Þá fóru þrír leikir fram í 1. deild karla. Áhugaverðust úrslita þar kannski sigur liðsins sem er í 4. sæti, Breiðabliki, á liðinu í 2. sæti, Fjölni. Liðin líklegast, ásamt Val, öll með sæti í komandi úrslitakeppni 1. deildarinnar, en baráttan um heimavöll í þeim rimmum dýrmætur.

 

Í 1. deild kvenna vann topplið Breiðabliks botnlið Fjölnis í spennandi leik.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

Staðan í 1. deild kvenna

 

Úrslit kvöldsins:

 

Dominos deild karla:

Njarðvík 80-81 KR 

 

1. deild karla:

Fjölnir 85 – 88 Breiðablik

ÍA 67 – 76 Vestri

Hamar 111 – 71 Ármann 

 

1. deild kvenna:

Breiðablik 54 – 48 Fjölnir

Fréttir
- Auglýsing -