08:56
{mosimage}
(Ellert Arnarson sýndi lipra takta með KR í gær)
Breiðablik mætti KR í vesturbænum í gærkvöld. Fyrri leikur liðanna í Smáranum í Kópavogi fór 72-108 fyrir KR sem höfðu nokkra yfirburði í þeim leik. Breiðablik var í 7.sæti deildarinnar fyrir leikinn og herja á að halda sér innan veggja 8 liðanna eftir baráttusigur gegn Þór i síðasta leik. KR sitja fast í efsta sæti og ógnar þeim enginn í augnablikinu þar miðað við spilamennsku liðsins. Jón Arnór var ekki með í kvöld vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í Keflavíkurleiknum og er róið öllum árum að fá hann klárann fyrir bikarleikinn á móti Grindavík sem og Helgi Magnússon var hvíldur. Með sigrinum í gær jafnaði KR 14 leikja sigurmet Njarðvíkinga frá leiktímabilinu 1988-1989 sem var besta byrjun liðs í efstu deild. Dómarar voru mættir sem betur fer og voru þeir félagar Jón Guðmundsson og Halldór Geir Jensson sem sáu þann þáttinn.
Skarphéðinn Ingason var í byrjunarliði KR og var heldur betur að þakka traustið og setti tvo þrista og alls 8 stig í hlutanum ásamt góðu blokki og var fastur fyrir varnarlega og KR komust í 16-7 og Einar þjálfari Breiðabliks ekki sáttur dómarana og fékk tæknivillu að launum. Breiðablik hertu á sinni vörn uppúr miðjum fyrsta hluta og nálguðust með 7-0 kafla í 16-14 með góðum stigum frá Nemjana Sovic. KR kláraði svo hlutann 11-0 með góðri pressu, loftfimleikum og tveimur troðslum frá Jason sem var kominn með 13 stig og KR leiddi 30-16 eftir 1. fjórðung.
KR-ingar gátu leyft sér að vera með annað lið í öðrum hluta þar sem Darri, Ellert og Guðundur komu sterkir inn. Breiðabliksmenn áttu sína spretti en lítið gekk að ganga á muninn sem var orðinn 20 stig fyrir KR, 47-26 um miðjann annan hluta og Jason fékk að hvíla kominn með 19 stig. Breiðablik saxaði aðeins á forystu KR undir lok annars hluta og komust niður í 12 stig mun og jöfnuðu hlutann 23-23 sem KR leiddi í leikhlé 51-39 og ekki var Einar hættur að eiga góð orð við dómara kvöldsins þegar gengið var til búnigsklefa.
Hjá KR voru hæstu menn Jason með 19 stig og 5 fráköst og Jakob með 14 stig og 7 stoðs. Skarphéðinn 8 stig, en Ellert Arnarson hafði gefið 7 stoðs eftir í öðtum hluta. Hjá Breiðablik voru hæstir Nemjana með 15 stig og 6 fráköst og Þorsteinn 8 stig og 6 fráköst. Einnig var Rúnar Ingi sprækur hjá Blikum með 5 fráköst og 4 stoðs en Blikar höfðu tekið 21/19 í fráköstum.
KR hélt Breiðablik fyrir aftan sig og ekki vandræðalaust framan af 3. fjórðung en sigu svo í 20 stiga muninn aftur um miðjan hlutann. Skarphéðinn var kominn með 4 villur og hvíldi en KR sigldi í raun bara lygnan sjó fram að síðasta hluta og var farið að harðna á dalnum hjá Blikum þegar að Þorsteinn var tekinn út af með 4 villur og mjög mikið þyrfti að gerast til að saxa á forskot KR og komast yfir þar sem KR leiddi fyrir síðasta hlutann 80-55.
14. sigur KR var lítið í hættu og var aðeins formsatriði að klára 4. hlutann sem KR leiddi með 20-30 stigum heilt yfir og allir fengu að spila hjá báðum liðum áður en Baldur endaði á flaututroðslu fyrir KR sem sigraði 101-68. Hjá KR var Jason að skora mest 27 stig og tók 6 frák og eftir honum var Jakob með 16 stig og 9 stoðs. Darri kom sterkur inn með 13 stig og 6 frák sem og aðrir voru að spila vel sem heild og var t.a.m Ellert með 10 stoðs. Hjá Breiðablik voru Nemjana með 21 stig og 12 fráköst, Þorsteinn með 14 stig og 14 fráköst. Daníel með 13 stig.
Texti: Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Stefán Helgi Valsson
{mosimage}



