spot_img
HomeFréttirKR með nauman sigur í Hveragerði

KR með nauman sigur í Hveragerði

23:12

{mosimage}

(Byrd gerði 38 stig í kvöld en það dugði ekki til fyrir Hamarsmenn) 

Íslandsmeistarar KR lögðu Hamar 90-91 í Hveragerði í kvöld þar sem George Byrd gerði 38 stig fyrir Hamar en Brynjar Björnsson og Avi Fogel voru báðir með 18 stig í liði KR. 

Fyrsti leikhlutinn var algjörlega eign Hamarsmanna og komust þeir í 11-2, 19-9, 24-12, 29-16, og endaði leikhlutinn 33-18. Strákarnir hittu vel úr öllum skotum og spiluðu mjög flottan bolta.  Í upphafi 2. leikhluta byrjuðu gestirnir að pressa og allt fór að ganga upp hjá þeim, bæði í sókn og vörn og skoruðu þeir 36 stig í 2. leikhluta gegn 15 stigum Hamars. staðan því 48-54 KR í vil í hálfleik.  

Byrd var atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 18 stig. Bojan 9 stig, Lalli 7 stig og 6 stoðsendingar og Roni með 5 stigHjá KR var Brynjar með 18 stig, Avi og Helm með 10 stig og Jovan 6 stig í hálfleik  3. leikhlutinn var svipaður og 2. leikhluti nema að það var ekki alveg allt að detta hjá KRingum eins og í 2. leikhluta, en nógu mikið til að þeir unnu leikhlutann 18-25 og voru með gott 13 stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn, þökk sé góðri pressuvörn.  

Hamarsmenn komu ákveðnari til leiks í 4. leikhluta og voru sterkari aðilinn og náðu að minnka niður forskot gestanna í 4 stig, 77-81. en þá tóku KRingar við sér og juku muninn í 79-88. Hamarsmenn ná að minnka muninn niður í 4 stig þegar rúm mínúta er eftir, og gömul stemning lifnar við í stúkunni. Fannar á lélegt skot, Marvin nær boltanum og skorar, munurinn 2 stig. 

Helgi tekur lélegt skot því hann hélt að Roni hefði brotið á sér. staðan 88-90 þegar rúmar 30 sek eru eftir og Hamar með boltann. Byrd skorar og fær villu að auki þegar um 14 sekúndur voru eftir. Byrd klikkar. KR fá villu og eiga innkast á endalínu Hamars og Ágúst tekur leikhlé þegar 7 sekúndur eru eftir. Marvin Brýtur á Darra. Darri setti fyrra skotið ofan í, en klikkar á seinna. Mikil barátta um frákastið sem endar með að Avi rennur með boltann aftur fyrir miðju og dómarinn dæmir leikbrot á það þegar 2 sekúndur eru eftir. Lalli á fína sendingu á Byrd undir körfuna, en Byrd setur boltann upp undir hringinn og klukkan rennur. Það var mikil snerting milli Fannars og Byrd þarna í restina og Byrd mjög ósáttur við að fá ekki villu, eins og áhorfendur. lokatölur 90-91 fyrir gestina.  

Byrd skoraði 38 stig, Roni, 16,  Marvin 13 og Bojan 11. Hjá KR skoruðu Brynjarog Avi 18 stig, Helm 16, Jovan 14 og Pálmi 10      

Tölfræði leiksins 

www.hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -