spot_img
HomeFréttirKR mætir Stjörnunni í kvöld

KR mætir Stjörnunni í kvöld

10:36

{mosimage}

 

 

Einn leikur fer fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar sjöunda umferð deildarinnar hefst. Íslandsmeistarar KR munu þá freista þess að rífa sig upp eftir stórt tap í Keflavík er þeir taka á móti sjóðheitum nýliðum Stjörnunnar. Leikurinn fer fram í kvöld því hann var færður til sökum þátttöku KR í Evrópukeppninni.

 

Leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum og hefst hann kl. 19:15. KR er í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan hefur 6 stig í 6. sæti deildarinnar og með sigri í kvöld geta þeir jafnað Íslandsmeistarana að stigum. Ef KR vinnur geta þeir jafnað Grindavík í 2. sæti deildarinnar sem eru með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur sem hefur 12 stig eða fullt hús stiga eftir sex sigurleiki í röð.

 

Hægt verður að fylgjast með leiknum hjá KR TV sem er aðgengilegt á heimasíðu félagsins á www.kr.is/karfa

 

Plakat tekið af heimasíðu KR

 

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -