spot_img
HomeFréttirKR mætir í Hólminn í kvöld

KR mætir í Hólminn í kvöld

15:49 

{mosimage}

 

Önnur undaúrslitaviðureign KR og Snæfells í Iceland Express deild karla hefst í kvöld kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni SÝN. Liðin mættust í 8-liða úrslitum í fyrra þar sem KR sendi Snæfell inn í sumarið eftir spennandi rimmu. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit og mætir annað hvort Grindavík eða Njarðvík.

 

Skemmtilegt er að fylgjast með rimmunni í teignum hjá þessum liðum þar sem við hittum fyrir hjá KR þá Fannar Ólafsson, landsliðsmiðherja, og Jeremiah Sola. Hjá Snæfell standa þeir Hlynur Bæringsson og Ingvaldur Magni Hafsteinsson vaktina og eru snöggtum snarari í snúningum en miðherjar KR en nokkrum kílóum fátækari engu að síður.

 

Einnig er athyglisverð rimma bakvarðanna þar sem eigast við þeir Justin Shouse og Tyson Patterson. Vafalaust með sneggri leikmönnum deildarinnar og ákaflega útsjónarsamir.

 

Sigur í kvöld er Snæfellingum afar mikilvægur og má búast við því að Hólmarar fjölmenni á völlinn rétt eins og þeir gerðu í DHL-Höllinni í fyrsta leik.

 

KR var eina liðið í deildarkeppninni í vetur sem landaði sigri í Hólminum en sá leikur fór fram þann 4. janúar á þessu ári og voru lokatölur leiksins 71-74 fyrir KR.

 

Snæfell-KR

Stykkishólmi kl. 20:00 í kvöld

Bein útsending hjá SÝN

Fréttir
- Auglýsing -