spot_img
HomeFréttirKR liðið í vænlegri stöðu eftir sigur á Keflavík

KR liðið í vænlegri stöðu eftir sigur á Keflavík

{mosimage}

KR stúlkur eru komnar í 2-0 í einvígi sínu gegn Keflavík eftir sigur þeirra í kvöld. 69-54 var lokastaða leiksins og voru KR stúlkur vel að þessum sigri þar sem að þær börðust vel. Sömu vandræði voru á leik Keflavíkur og í síðasta leik, en þær sýndu aðeins í þriðja leikhluta hvað í þeim býr en svo ekki sögunni meir.  Nú er hið sigursæla lið Keflavíkur komnar með bakið uppvið vegg þar sem að KR þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslita einvígið.

Í fyrsta leikhluta voru KR stúlkur töluvert ákveðnari í öllu sínum aðgerðum. Á meðan var sóknarleikur gestanna svo slakur að minnibolta leikmenn hefðu líklega getað látið þær líta illa út. Þetta gerði það að verkum að KR vörnin þurfti alls ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í vörninni þar sem að ekkert flæði var í leik Keflavíkur. KR liðið hinsvegar spilaði glimmrandi sóknarleik og létu boltann ganga þangað til að opin maður tók skotið.  Staðan var 26-8 fyrir KR eftir fyrsta leikhluta.  

Keflavík hóf annan leikhluta af meiri krafti og náðu að saxa örlítið á forskot KR en sú barátta þeirra dugði skammt því KR stúlkur refsuðu harðlega öll mistök sem að Keflavík gerði sóknarlega.  Nánast sömu hlutir voru að plaga lið Keflavíkur og í síðasta leik. Varnarleikur þeirra var slakur og ekki var mikið verið að hugsa um að stíga út þar sem að KR náði hverju sóknarfrákastinu á fætur öðru. Það voru 19 stig sem skildu liðin í hálfleik og fátt benti til þess að Keflavíkurliðið ætlaði sér nokkuð í þessum leik.

{mosimage} 

Meira lífsmark var að sjá á liði Keflavíkur í upphafi síðari hálfleiks. Fljótlega voru þær búnar að minnka muninn niður í 12 stig en þá tók Jóhannes þjálfari KR leikhlé. Keflavíkurstúlkur voru loksins byrjaðar að spila varnarleik þar sem að KR sóknin átti í mesta basli. Eftir sjö mínútna leik höfðu KR stúlkur ekki náð að skora stig í seinni hálfleik og sá Jóhannes sér ekki annað ráð en að biðja aftur um leikhlé. Það var líkt og fyrir leik hafi liðin ákveðið að skipta með sér hálfleikum því KR lék núna jafn illa og þær léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik og svo öfugt má segja um Keflavíkurliðið.   Keflavík sigraði þennan leikhluta 8- 17 og náðu 15-0 run á fyrstu 7 mínútum leikhlutans.

 

Í síðasta fjórðung fóru bæði lið sér hægt en það voru KR stúlkur sem skoruðu fyrstu stig leikhlutans.  Þegar 6 mínútur voru eftir var Birna Valgarðsdóttir búin með villu kvóta sinn og var hennar þáttöku í leiknum því lokið. KR stúlkur hertu vörn sína og Keflavíkur sóknin var ryðguð enn á ný. KR liðið gekk á lagið og voru komnar í stöðuna 63-49 þegar um 4 mínútur voru til leiksloka.  Keflavíkurliðið reyndi hvað það gat en náðu ekki að brúa þennan mun og því var það KR sem sigraði og eru nú komar í 2-0 í einvíginu. Svo sannarlega verðskuldaður sigur hjá KR þar sem það hefur ekki hingað til verið nóg fyrir lið að spila vel í einum fjórðung til að sigra. Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir þeirra langbesti leikmaður og í raun og veru sú eina sem sýndi baráttu allan leikinn.  Aðrir leikmenn liðsins léku vel sem fyrr segir í þriðja leikhluta. Hjá KR var liðsheildin gríðarlega góð og eins og í fyrri leiknum gáfu þær 100% í leikinn og slógust um alla bolta meira segja þegar um 9 sekúndur voru eftir af unnum leik voru þær að skutla sér á eftir boltanum.  Hildur Sigurðardóttir var þeirra stigahæst með 19 stig.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -