Búið er að blása til hálfleiks í fyrstu úrslitaviðureign KR og Grindavíkur í Domino´s deild karla. Staðan er 46-44 KR í vil en röndóttir byrjuðu vel, komust m.a. í 16-4 áður en Grindvíkingar rönkuðu við sér.
Demond Watt hóf leikinn með látum, tróð við nánast hvert tilefni þökk sé sofandahætti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í vörninni en gestirnir náðu takti á nýjan leik þar sem Clinch og Jón Axel áttu fínar rispur. Watt er með 14 stig og 8 fráköst hjá KR í hálfleik en í liði Grindavíkur er Jóhann Árni Ólafsson kominn með 10 stig.
Jón Axel Guðmundsson átti lokaorðið í fyrri hálfleik með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna og minnkaði hann muninn í 46-44.
Mynd/ [email protected] – Brynjar Þór Björnsson sækir að Grindavíkurvörninni í fyrri hálfleik í DHL-Höllinni.



