09:11
{mosimage}
(Félagarnir Fannar og Hreggviður mætast í úrslitaleik á fimmtudag)
Valsmenn tóku á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í gærkvöldi þar sem heimamenn máttu sætta sig við stóran ósigur í Vodafonehöllinni. Lokatölur leiksins voru 67-101 KR í vil.
Stigahæstur í liði KR-inga var Jason Dourisseau með 34 stig og 17 fráköst. Fimmtudaginn 25. september klukkan 19:15 mætast Reykjavíkurliðin KR og ÍR í hreinum úrslitaleik um Reykjavíkurtitilinn 2008. KR-ingar hafa sigrað síðustu níu ár í röð.
Mynd: Stefán Helgi Valsson



