spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKR lagði ÍR með yfir hundrað stigum

KR lagði ÍR með yfir hundrað stigum

Einn leikur fór fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.

KR lagði ÍR með 107 stigum, 126-19. Atkvæðamest fyrir KR í leiknum var Arndís Rut Matthíasdóttir með 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir ÍR var það Þórdís Rún Hjörleifsdóttir sem dró vagninn með 10 stigum og 3 fráköstum.

Eftir leikinn er KR í efsta sæti deildarinnar með 7 sigra líkt og Ármann. ÍR er hinsvegar í 8. sætinu, enn í leit að sínum fyrsta sigurleik eftir fyrstu 8 umferðirnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -