spot_img
HomeFréttirKR komið áfram

KR komið áfram

7:50

{mosimage}

ÍR-ingar töpuðu oddaleiknum gegn KR í kvöld 91-78, og eru þar með úr leik í Úrslitakeppninni í ár. ÍR komu svakalega vel stemmdir til leiks, en misstu dampinn um miðbik leiksins og KR-ingum tókst að snúa leiknum sér í hag með gríðarlega öflugum varnarleik. Frábær sería að baki og óska ÍR-ingar KR góðs gengis í framhaldinu og þakka fyrir frábæra leiki.

ÍR-ingar náðu góðri 18-29 forystu eftir fyrsta leikhluta og höfðu enn yfir 49-53 í hálfleik, eftir tvo rosalega stolna bolta hjá Keith. Allir að spila vel með Hreggvið og Eirík í fararbroddi í stigaskorun. Þriðji leikhluti var hins vegar ótrúlegur. Heimamenn skelltu í lás í vörninni og röðuðu stigunum jafnt og þétt. Okkar menn náðu aðeins að setja niður 5 stig í þessum leikhluta, og staðan orðin 74-58. Í lokaleikhlutanum bitu menn aðeins meira frá sér, náðu muninum niður í 10 stig um miðjan leikhlutann, en KR-ingar náðu að landa öruggum sigri eins og áður sagði.

Nate Brown (14 stig, 10 fráköst, 7 stoðs) var að spila vel, Hreggviður (21 stig, 6 fráköst) stóð sig vel og Eiríkur (14 stig) var drjúgur. Sveinbjörn gerði 12 stig, Keith var með 9 stig og 7 fráköst, Steinar með 9 stig og Ómar 2.

ÍR-ingar eru því dottnir úr úrslitakeppninni að þessu sinni, en geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir árangur vetrarins. Eftir fáranlega slæma byrjun í haust, tókst að snúa blaðinu gjörsamlega við og tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni. Bikarmeistaratitillinn var svo hápunktur vetrarins, enda annar af þeim stóru sem í boði eru í íslenskum körfubolta. ÍR-ingar geta því farið stoltir í sumarfríið að þessu sinni og nýtt erfiði vetrarins til að gera enn betur á næsta ári.

 

www.ir-karfa.is

 

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -