spot_img
HomeFréttirKR jafnaði metin

KR jafnaði metin

KR-stúlkur lögðu Hamar að velli 69-81 í Hveragerði í kvöld í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna. Þar með jafna þær einvígið 1-1 en næsti leikur liðanna er á miðvikudagskvöld í DHL-höllinni.
Fimm leikmenn KR skoruðu 10 stig eða meira en Margrét Kara Sturludóttir skoraði manna mest hjá KR eða 19 stig en hún gaf einnig 10 stoðsendingar. Signý Hermannsdóttir var með 13 stig og 13 fráköst fyrir KR.
 
Hjá Hamri skoraði Koren Schram 19 stig og Julia Demirer náði tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum.
 
Mynd: Úr safni/[email protected]
Fréttir
- Auglýsing -