KR jafnaði í kvöld úrslitaeinvígið gegn Keflavík í Domino´s deild kvenna. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir 75-65 sigur KR-inga. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setti niður tvo sterka þrista á mikilvægum tímapunkti í fjórða leikhluta og tryggði það að Keflavík komst ekki nærri. Sigrún var stigahæst í liði KR í kvöld með 19 stig og 5 fráköst en hjá Keflavík voru Jessica Jenkins báðar með 19 stig. Hér að neðan má nálgast textalýsingu úr leiknum.
KR-Keflavík 75-65 (20-18, 22-19, 16-11, 17-17)
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Shannon McCallum 18/11 fráköst, Helga Einarsdóttir 15/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Anna María Ævarsdóttir 0, Salvör Ísberg 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Hafrún Hálfdánardóttir 0.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/4 fráköst, Jessica Ann Jenkins 19, Sara Rún Hinriksdóttir 9/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.
(Helga Einarsdóttir úr Skagafirði átti ljómandi góðan leik með KR í kvöld, 15 stig, 7 fráköst og 3 varin skot – mynd Heiða)
_____________________________________________________________________________________________
4. leikhluti
– LEIK LOKIÐ – KR hefur jafnað einvígið gegn Keflavík með 75-65 sigri í DHL Höllinni. Þriðji leikur liðanna fer fram í Keflavík.
– 33 sek eftir og T-villa dæmd á Keflvíkinga fyrir mótbárur við dómarana…KR er að jafna og staðan að verða 1-1 í einvíginu.
– Mínúta eftir og þetta er komið hjá KR…staðan 70-61 og Keflavík jafnar ekki úr þessu.
– 2.30mín og Sigrún Sjöfn með annan þrist fyrir KR! Borgarnesdaman er að fara langt með þetta fyrir KR, staðan orðin 70-59 og Sigrún búin að gera sex stig í röð fyrir röndóttar úr þristum…látið hana bara hafa boltann, sjóðheit!
– 67-59 Sigrún Sjöfn með risavaxinn þrist fyrir KR-inga, þessi var stór neðan úr vinstra horni og Sigrún svellköld.
– 64-59 og 3.30mín eftir…
– 62-56 og 5.20mín eftir af leiknum þegar Jessica setur stóran þrist fyrir Keflvíkinga og framundan æsispennandi lokasprettur.
– 62-53 og þrjár mínútur liðnar…Keflvíkingar taka leikhlé en leikurinn er að detta í smá lás, hver karfa þyngdar sinnar virði í gulli núna og fáir leikmenn að taka af skarið sóknarlega. Varnir beggja liða afar þéttar og nú fjölgar myndarlega í villunum en aðeins átta slíkar voru dæmdar allan fyrri hálfleikinn!
– Hér var enda við verið að setja Íslandsmet í frasanum „dæma báðu megin“ – gott ef hann fékk ekki að fljúga um 17 sinnum á innan við mínútu.
– Fjórði leikhluti hófst með Keflavíkurþrist en þar var Jessica Jenkins að verki og minnkaði muninn í 58-51 og Jessica komin með 14 stig í liði Keflavíkur.
3. leikhluti (58-48)
(Birna Valgarðsdóttir sækir að körfu KR í þriðja leikhluta)
– Staðan 58-48 eftir þriðja leikhluta. KR vann leikhlutann 16-11 en Keflavík beit vel frá sér síðustu mínúturnar. Vörn gestanna er aldrei betri en þegar orkuboltarnir Ingunn Embla og Pálína eru að stýra henni.
– 58-48 ingunn Embla minnkar muninn í 10 stig með þriggja stiga körfu fyrir gestina, Ingunn komin með 8 stig.
– Keflvíkingar hafa verið að pressa síðustu mínútur og falla niður í svæðisvörn eftir það. KR hefur ekki leyst það nægilega vel svo Keflvíkingar halda sig við þetta form og hefur tekist að naga niður forskotið, 55 sek eftir af þriðja.
– 56-45 og Keflvíkingar ná smá rispu sem Finnur Freyr ætlar að reyna að kæfa strax í fæðingu og tekur leikhlé fyrir KR-inga.
– 56-41 McCallum með þrist fyrir KR yfir Keflavíkursvæðisvörnina. Gestirnir búnir að vera síðustu mínútur í svæðisvörn og reyna að hleypa leiknum svolítið upp á varnarendanum…enn þó sama hik og lánleysi í sóknum gestanna.
– 50-39…loks skoruðu gestirnir en það gerði Pálína eftir sóknarfrákast. Sigrún Sjöfn svaraði þessari Keflavíkurkörfu strax með þrist og staðan 53-39 fyrir KR.
– 50-37 Sigrún Sjöfn með fjögur stig í röð fyrir KR og fimm mínútur liðnar af seinni og gestirnir enn ekk búnir að skora! Vörn heimakvenna til fyrirmyndar og Keflvíkingar fremur hugmyndasnauðir í sínum sóknaraðgerðum.
– 46-37 Gróa með fjögur fyrstu stig KR í síðari hálfleik, þrjár og hálf liðin af þriðja og Keflvíkingar ekki enn búnir að skora! 48-37 og 6-0 byrjun KR enn í gangi…
– 44-37 Guðrún Gróa sker á hnútinn og skorar fyrstu stigin í síðari hálfleik eftir rúmlega tveggja mínútna leik. Keflvíkingar taka leikhlé enda stirðar og einhæfar í sókninni hér á upphafsmínútum síðari hálfleiks.
Þá er síðari hálfleikur hafinn…
(Jessica Jenkins til varnar gegn KR sókninni í öðrum leikhluta)
Skotnýting liðanna í hálfleik
KR: Tveggja 66,6% – þriggja 33,3% og víti 50%
Keflavík: Tveggja 46,1% – þriggja 35% og víti 57,1%
2. leikhluti (42-37)
– Fyrri hálfleik lokið, KR leiðir 42-37. Helga Einarsdóttir er með 13 stig og 4 fráköst í liði KR og Shannon McCallum er með 11 stig. Hjá Keflavík er Jessica Jenkins með 11 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 10.
– 41-37 McCallum skorar fyrir KR en hún hefur haft frekar hægt um sig í þessum öðrum leikhluta.
– 35-32 Helga enn á ferðinni og búin að gera sex stig í röð fyrir KR sem eru á 7-0 „runni“
– 33-32 Helga með annað skot í Keflavíkurteignum sem vill niður og Keflvíkingar hafa ekki nægilegar gætur á henni. 3.20mín til hálfleiks.
– 31-32 Helga EInars skorar fyrir KR í Keflavíkurteignum og komin með 7 stig, fyrirliðinn úr Skagafirði er að finna sig vel í kvöld.
– 28-32 fyrir Keflavík og 5.45mín eftir af öðrum leikhluta, bæði lið enn að gerast sek um ríflega fjölda af byrjendamistökum.
– 28-31 fyrir Keflavík og 7.03 mín eftir af öðrum leikhluta þegar Finnur Freyr tekur leikhlé fyrir KR-inga. Keflvíkingar á góðu róli þessar fyrstu þrjár mínútur í öðrum leikhluta og búnar að skora 13 stig á aðeins þremur mínútum og heimakonur þurfa að stoppa í götin í vörninni.
– 23-26 Ingunn Embla setur þrist en Ína María svarar í sömu mynt fyrir KR og 26-26, nú rignir að utan.
Leikhlutinn hefst með látum þar sem liðin skiptast á þriggja stiga körfum og eftir tæpa mínútu er staðan orðin 23-23.
(Shannon McCallum gerði 7 stig fyrir KR í fyrsta leikhluta)
1. leikhluti (20-18)
– 20-18 og 3 sek eftir…KR-ingar brutu klaufalega af sér á Jessicu í þriggja stiga skoti, Jessica setti niður tvö af þremur vítum. Staðan 20-18 eftir fyrsta leikhluta.
– 20-16 Shannon með stökkskot í teignum fyrir KR þegar 17 sekúndur eru eftir af fyrsta leikhluta.
– 16-16 Pálína með sinn annan þrist í leiknum og jafnar fyrir Keflavík.
– Ingunn Embla er komin inn í Keflavíkurliðið fyrir Söru Rún, Ingunn skartar enn forláta andlitsgrímu en hún nefbrotnaði á dögunum eins og kunnugt er.
– 14-11 og Björg Guðrún með þrist fyrir KR og búin að gera fimm stig í röð fyrir heimakonur, 2.40mín eftir af fyrsta.
– 11-9 Björg Guðrún með gegnumbrot fyrir KR…liðin bæði nokkuð mistæk þennan fyrsta leikhluta og nýtingin fremur döpur og gæði leiksins mögulega fjarverandi þar sem virkilega hart er tekist á innanvallar.
– 9-5 fyrir KR, Helga Einars með tvö stig í eteignum fyrir KR. Heimakonur eru þessar fyrstu mínútur mun grimmari í frákastabaráttunni heldur en Keflvíkingar.
– Guðrún Gróa hefur góðar gætur á skyttunni Jessicu Jenkins í liði Keflavíkur.
– KR komst í 5-0 áður en Pálína gerði fyrstu stig Keflavíkur í leiknum og það úr þriggja stiga skoti og staðan 5-3 eftir þriggja mínútna leik.
- Leikur hafinn og Shannon McCallum gerir fyrstu stig leiksins, 3-0.
Byrjunarliðin:
KR: Björg Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helga Einarsdóttir og Shannon McCallum
Keflavík: Jessica Jenkins, Pálína Gunnlaugsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Nú eru tvær mínútur í leik…Sigmundur Már Herbertsson og Jón Bender eru dómarar kvöldsins og leikurinn er í beinni útsendingu hjá Sport TV og að sjálfsögðu í beinni tölfræðilýsingu á KKÍ.is