spot_img
HomeFréttirKR Íslandsmeistari í 11. flokki stúlkna

KR Íslandsmeistari í 11. flokki stúlkna

KR vann í dag Íslandsmeistaratitil í 11. flokki stúlkna með sigri á sterku liði Stjörnunnar 80-75. Liðin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og hafa skipst á að vinna úrslitaleiki gegn hvort öðru.

KR liðið náði snemma yfirhöndinni í leiknum og hélt henni út leikinn, þær leiddu mest með 21 stigi í 3 leikhluta 66–45. Stjarnan gerðu góða tilraun til þess að komast aftur inn í leikinn í 4 leikhluta en allt kom fyrir ekki, lokatölur urðu 80-75 KR stelpum í vil.

Maður leiksins var Rebekka Rut Steingrímsdóttir en hún skoraði 25 stig, tók 8 fráköst og var með 26 framlagspunkta. Fjóla Gerður Gunnarsdóttir var frábær með 18 stig, Anna Margrét Hermannsdóttir skoraði 15 stig og tók 16 fráköst, Anna María Magnúsdóttir var nálægt þrennu með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar, Arndís Rut Matthíasdóttir og Kristrún Edda Kjartansdóttir skoruðu báðar 4 stig.

Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Ísold Sævarsdóttir 21 stig.

Fréttir
- Auglýsing -