spot_img
HomeFréttirKR Íslandsmeistari 2011

KR Íslandsmeistari 2011

 
KR er Íslandsmeistari í Iceland Express deild karla 2011 eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaeinvígi deildarinnar. Liðin mættust í sínum fjórða leik í kvöld þar sem jafnt var á með liðunum framan af leik en rétt fyrir hálfleik skildu leiðir, vesturbæingar náðu upp góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi heldur stjórnuðu leiknum og sigldu örugglega í átt að titlinum. KR er því Íslands- og bikarmeistari leiktíðina 2010-2011. Lokatölur leiksins í kvöld voru 95-109 KR í vil.
KR-ingar leiddu 19-32 eftir fyrsta leikhluta og 40-54 í hálfleik. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 62-83 KR í vil þar sem Marcus Walker var kominn með 33 stig á 30 mínútum. Frábær leikmaður hér á ferðinni.
 
Fjórði leikhluti var í raun aldrei spennandi en röndóttir fögnuðu vel og innilega þegar lokaflautið gall enda magnaður vetur að baki hjá Hrafni Kristjánssyni og lærisveinum.
 
Til hamingju KR
 
Nánar um leikinn síðar…
 
 
Fréttir
- Auglýsing -