spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKR-ingar höfðu Þór á Akureyri

KR-ingar höfðu Þór á Akureyri

Þór fengu KR í heimsókn í Höllina á Akureyri í kvöld en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna ófærðar á Öxnadalsheiðinni. Fyrir leikinn voru Þórsarar án sigurs eftir fjórar umferðir en KRingar með tvo sigra og tvö töp.


Leikurinn byrjaði heldur rólega. Þrátt fyrir að Þórsarar hittu aðeins einu af átta vítaskotum sínum í fyrsta leikhluta endaði hann 18-19 KR í vil. Gestirnir úr höfuðborginni voru alltaf skrefinu á undan í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 33-42.


Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Komust yfir um miðjan þriðja leikhluta, eftir það var jafnræði með liðunum en KRingar virtust alltaf skrefinu á undan. Leikurinn endaði með 88-92 sigri KR.

Í liði Þórs var Ivan Alcolado atkvæðamestur með 30 stig og 19 fráköst þar af 12 sóknarfráköst. Í liði KR var Tyler Sabin atkvæðamestur með 32 stig og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Palli Jóh)

Þór Akureyri-KR 88-92

(18-19, 15-23, 29-22, 26-28)

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 30/19 fráköst, Srdan Stojanovic 22/11 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/11 stoðsendingar, Andrius Globys 16/8 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Páll Nóel Hjálmarsson 0, Ólafur Snær Eyjólfsson 0, Ragnar Ágústsson 0, Róbert Orri Heiðmarsson 0, Hlynur Freyr Einarsson 0, Smári Jónsson 0.


KR: Tyler Sabin 32/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 21, Matthías Orri Sigurðarson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 7, Björn Kristjánsson 7, Þorvaldur Orri Árnason 4, Brynjar Þór Björnsson 3, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Almar Orri Atlason 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Alexander Óðinn Knudsen 0, Ísar Freyr Jónasson 0.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Einar Þór Skarphéðinsson, Birgir Örn Hjörvarsson

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór Hólmgrímsson

Fréttir
- Auglýsing -