Strákarnir í 9. og 10. flokki hjá KR tóku á dögunum þátt í körfuboltamóti á Lloret de Mar á Spáni. Mótið fór fram dagana 30. júní til 6. júlí síðastliðinn.
Á mótinu kepptu lið frá Austurríki, Eistlandi, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Moldóvu, San Marínu, Spáni, Svíþjóð, Tyrklandi og Ungverjalandi.
Bæði lið KR höfðu stóðu sig gríðarlega vel á mótinu og hafði 9. flokkur sigur gegn Honved í úrslitaleik mótsins en 10. flokkur félagsins hafnaði í 2. sæti eftir tap gegn sama liði.
Mynd úr safni/ [email protected] – 9. flokkur karla hjá KR er ríkjandi Íslandsmeistari og urðu einnig sigurvegarar á mótinu á Spáni.



