KR er eina félagið sem á eftir að ráða þjálfara fyrir næsta vetur. Á mbl.is er rætt við formann Kkd. KR Böðvar Guðjónsson. Þar segir hann að félagið hafi verið í viðræðum við Victor Finora, sem var aðstoðarþjálfari hjá mfl. í fyrra ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. „Þetta er búið að vera í farvegi í allt sumar. Victor Finora sem var með yngri flokkana hjá okkur í fyrra ætlaði að koma og taka við meistaraflokknum. Hann dró okkur allt of lengi á svari og svo kom í ljós að hann gat ekki tekið þetta að sér,“ sagði Böðvar.
Á mbl.is er farið yfir þjálfara liðanna í Iceland Express-deildinni næsta vetur en sjö af 12 félögum deildarinnar verða með sama þjálfar og í fyrra.
Alla fréttina má sjá á mbl.is
Mynd:Leitin stendur yfir hjá Böðvari formanni KR og félögum.



