KR og Keflavík mættust í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í 11. flokki karla í kvöld. Menn voru á skotskónum að þessu sinni en KR hafði sigur 111-93 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit bikarsins.
Eyjólfur Halldórsson gerði 30 stig í liði KR, Sólon Svan var með 24 stig sem og Þórir Þorbjarnarson. Hjá Keflavík var Sigþór Sigurþórsson með 34 stig og Arnór Sveinsson 21.
Mynd/ [email protected] – KR-ingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar í 11. flokki drengja.



