spot_img
HomeFréttirKR í undanúrslit!

KR í undanúrslit!

 
Deildarmeistarar KR eru fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla eftir öruggan 81-103 sigur á ÍR í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum.
Robert Jarvis fór mikinn í liði ÍR og áttu KR-ingar fá svör við honum en Jarvis gerði 36 stig í leiknum og gaf 5 stoðsendingar. Stigaskorið var öllu dreifðara hjá KR en þar var Pavel Ermolinskij atkvæðamestur með 20 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar.
 
KR er því eins og áður segir komið í undanúrslit en ÍR-ingar eru farnir í sumarfrí. Við minnum svo á viðureign Tindastóls og Keflavíkur sem hefst núna kl. 19:15 í Síkinu á Sauðárkróki. Keflavík leiðir einvígið 1-0 og getur með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum.
 
Ljósmynd/ Finnur Magnússon lék vel í liði KR í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -